Viðvörunarstig eldstöðva

Viðvörunarstig eldstöðvakerfis

VALS er nýtt kerfi sem hefur verið þróað til að miðla á einfaldaðan hátt upplýsingum um virkni eldstöðvakerfa á Íslandi, hugsanlegar hættur sem þeim fylgja og gætu haft áhrif á nærumhverfið og fólk sem býr, heimsækir eða ferðast um svæði í kringum eldstöðvar. Kerfið byggir á tiltækum vöktunargögnum, túlkun á fjölþættum jarðeðlisfræðilegum og jarðefnafræðilegum breytum, reynslu sérfræðinga af fyrri umbrotatímum eldstöðva og þekkingu á eldgosum fortíðar.

Innleidda VALS-kerfið er fjögurra þrepa kerfi sem fer frá stigi 0 (grænt) upp í 3 (rautt). Stig 0 er lægsta viðvörunarstigið. Eldstöðvakerfið er þá í jafnvægi og vöktunarbreytur eru innan þekktra bakgrunnsgilda. Stig 1 og Stig 2 eru millistig sem samsvara aðstæðum sem víkja frá þekktum bakgrunni. Stig 2 endurspeglar aukinn fjölda vísbendinga um yfirvofandi eldgos og hraðari breytingar í vöktunarbreytum. Stig 3, hæsta stigið, samsvarar ástandi þar sem eldgos er yfirvofandi, þegar hafið eða yfirstandandi.

Haettumat_Mynd2_V2

Tengsl viðvörunarstigs og ástands eldstöðvar

Fyrir hvert viðvörunarstig eru hættur skilgreindar og taldar upp. Hættur sem unnið er með í hvert skipti eru háðar þeirri eldstöð sem um ræðir og lýsa þeim fyrirbærum sem gætu átt sér stað í nágrenni og umhverfi hennar (óháð fjarlægð og/eða stefnu). Þó svo að eldstöð sé á viðbragðsstigi 0 getur náttúruvá verið til staðar á svæðinu og hætta getur þróast innan óskilgreinds tímaramma. Viðvörunarstig eldfjalla getur breyst án þess að fara í gegnum stigvaxandi skref. Eldfjallahættur (og eldgos) geta átt sér stað án viðvörunar.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica