Hafís í desember 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Talsvert barst af hafístilkynningum í desember, einkum undir lok mánaðarins en þá hafði verið stíf norðanátt um skeið sem bar ísinn að landi.
Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug í mánuðinum, þ. 4., 27. og 29.

Haf- og borgarístilkynningar í desember 2001

Þ. 4 var ísinn næst landi 42 sml. NV af Kögri. Þéttleikinn var víðast hvar 7-9/10. Ís í myndun var meðfram allri ísröndinni og allt að 15 sml. út frá meginísnum. Einnig voru nokkrir borgarísjakar inni í ísnum.

þ. 27. hafði ísbrúnin þokast nær og var þá næst landi 23 sml. N af Kögri og 15 sml. NA af Horni. Ís var kominn inn á Húnaflóa og ísmolar upp að ströndum við Horn og austur um að Gjögri. Enn var meginísröndin um 7-9/10 að þéttleika.

Þ. 29. hafði meginísinn heldur hörfað og var þá næst landi 28 sml. N af Kögri. þéttleiki enn sem fyrr 7-9/10 og austast 10/10. Íshröngl og borgarís var allt frá Straumnesi og austur fyrir Horn og sigling varasöm. Borgarís var m.a. við Skaga og á siglingaleið um Húnaflóa auk íshröngls.

Fréttir bárust frá Litlu-Ávík um íshrafl við land og frá sjófarendum á leið fyrir Horn og um Húnaflóa undir árslok. Að morgni 29. sneri skip við sem ætlaði fyrir Horn, vegna íss.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica