Viðbúnaður og rýmingaráætlanir

Rýmingaráætlanir

Samkvæmt breyttum lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1995, ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurstofan hefur, í samráði við heimamenn, gert sérstök kort af þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta og byggja rýmingaráætlanir staðanna á þessum kortum.

Rýmingaráætlun fyrir bæjarfélag felst í fyrsta lagi í reitaskiptu rýmingarkorti, í öðru lagi greinargerð Veðurstofu Íslands um snjóflóðaaðstæður og síðast en ekki síst áætlun almannavarnanefndar staðarins um það hvernig staðið er að rýmingu þegar tilkynning um slíkt berst frá Veðurstofunni. Áætlun þessa vinna almannavarnanefndir staðanna í samráði við Almannavarnir á grundvelli rýmingarkortanna.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica