Íslensk eldfjöll

Brennisteinsmengun frá eldgosi

Almenningur láti vita vegna mengunar úr Holuhrauni

Eldgosinu lauk 27. febrúar 2015 og tveimur mánuðum síðar, hinn 24. apríl, var litakóði vöktunar lækkaður. Nú er ekki lengur hægt að setja inn nýjar skráningar um brennisteinsmengun.

Útbúið var sérstakt skráningarform þar sem hægt var að skrá hvort vart hefði orðið við brennisteinslykt, hvar viðkomandi var staddur og hvort einhver líkamleg einkenni hefðu fylgt. Skráningarnar birtust síðan í nær rauntíma á vefkorti hér á síðunni. Þar eru nú allar skráningar.

Og enn er hægt að skoða allar skráningar nánar í sérstakri vefsjá, sjá næsta kafla (undir kortinu).

Varðandi kortið, þá sýnir hver punktur eina skráningu og liturinn segir til um hvort mengunar hafi orðið vart (rauður) eða ekki (grænn). Ef smellt er á punktinn birtast frekari upplýsingar um viðkomandi skráningu (sjá aðgát).

Allar skráningar

Allar skráningar í vefsjá

Ef áhugi er fyrir hendi, er einnig hægt að skoða allar skráningar og framvindu þeirra nánar í sérstakri vefsjá sem útbúin var af þessu tilefni. Einfaldar leiðbeiningar fylgja og eru notendur hvattir til þess að kynna sér þær til þess að nýta kosti hennar að fullu, t.d. skoða ákveðna daga eða tímabil. Flýtileiðir er að finna í valseðlinum hér ofar til vinstri: Skoða tilkynningar um mengun í vefsjá og leiðbeiningar með vefsjá (pdf 0,3 Mb). Villu hefur orðið vart en auðveldlega má komast hjá áhrifum hennar með vissri aðgát.

Handmælar víða um land

Brennisteinstvíildi er nú mælt með handmælum víða um land. Þeir sem hafa tekið að sér að nota mælana skrá að jafnaði þrisvar sinnum á dag, um kl. 09, 12 og 18, verði því við komið. Ónákvæmni mælanna er þónokkur en engu að síður eru þetta mikilvægar viðbótarupplýsingar.

Mælingarnar og framvindu þeirra má skoða í sérstakri vefsjá fyrir SO2 mælt með handmælum (sjá aðgát vegna villu). Mæligildi undir 0,1 ppm samsvarar <300 µg/m³ og þá eru loftgæði góð. Skali loftgæða er eftirfarandi: Góð, sæmileg, slæm fyrir viðkvæma, óholl, mjög óholl og hættuástand (yfir 5 ppm eða >14.000 µg/m3).

Athugið eftirfarandi: Vegna breytinga á viðmiðunarmörkum í töflu Umhverfisstofnunar (pdf 0,2 Mb) fyrir áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum, gætu notendur þurft að endurhlaða vefsjána til þess að fá þar fram rétt skilgreind mörk. Það er gert með því að fara inn í vefsjána, halda inni Ctrl (control) hnapp á lyklaborði og ýta síðan á F5 hnapp. Séu hins vegar viðmiðunarmörk í vefsjánni þegar í samræmi við töflu Umhverfisstofnunar þarf ekki að endurhlaða.

Niðurstöður úr handmælingunum má einnig skoða í töflu á loftgæðasíðum Umhverfisstofnunar. Sérstakur flipi var settur í töfluna fyrir handmæla. Eingöngu eru sýndar nýjustu skráningar síðustu tólf klukkustunda.

Ráðleggingar um viðbrögð

Á vefsvæði Umhverfisstofnunar voru og eru ráðleggingar varðandi loftgæði og hvernig bregðast skuli við, verði fólk aftur vart við brennisteinsmengun eða kenni sér meins vegna hennar.

Aðsendar myndir

Veðurstofan þiggur með þökkum ljósmyndir af umbrotunum veturinn 2014 - 2015, s.s. sérstökum skýjamyndunum, gosmekki, mistri eða ljósfyrirbærum. Vinsamlegast notið þá þetta skráningarform: Senda myndir.

Eldfjallagas og vatnsgufa
""
Hvítur mökkur frá gossprungunni í Holuhrauni 1. september 2014. Ljósmynd: Halldór Björnsson.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica