• Viðvörun

    Búist er við stormi (meira en 20 m/s) NV-lands þegar líður á kvöldið, en suðaustantil á morgun. Gildir til 29.01.2015 18:00 Meira
Bárðarbunga 2014

Bárðarbunga - jarðskjálftahrina 2014

Kort sem uppfærast á nokkurra mínútna fresti

Uppfærð jarðskjálftakort frá Bárðarbungu vegna hrinunnar í norðvestanverðum Vatnajökli. Hver skjálfti er táknaður með hring. Stærð hrings sýnir stærð skjálftans. Mismunandi litir sýna hve langt er liðið. Frekari skýringarnar og dagsetningu má sjá á sjálfum myndunum.

Efri myndirnar tvær sýna skjálfta frá miðnætti. Sú neðsta sýnir alla skjálfta frá upphafi hrinunnar. Ennfremur má skoða skjálfta hvers dags ásamt myndskeiðum. Dagsetningu og tímasetningu hvers korts má sjá neðst í hægra horni (áááámmdd 00:00). Varnaðarorð um notkun gagnanna, sjá neðst.

Yfirfarnir skjálftar frá miðnætti:

Litaskalinn til hægri gefur til kynna tímann sem liðinn er frá miðnætti. Dökkbláir hringir tákna fyrstu jarðskjálfta yfirstandandi sólarhrings. Eftir því sem líður á daginn, breytist liturinn á þeim hringjum sem bætast við. Til dæmis eru jarðskjálftar sem verða í hádeginu táknaðir með ljósgulum hring. Smámsaman sýnir kortið viðburði dagsins. Jarðskjálftar sem eiga sér stað eftir kl. 22:00 fá rauðan lit. Kortið hreinsast á miðnætti til að rýma fyrir viðburðum næsta dags.

Óyfirfarnir skjálftar frá miðnætti:

Litaskalinn til hægri gefur til kynna tímann sem liðinn er frá miðnætti. Dökkbláir hringir tákna fyrstu jarðskjálfta yfirstandandi sólarhrings. Eftir því sem líður á daginn, breytist liturinn á þeim hringjum sem bætast við. Til dæmis eru jarðskjálftar sem verða í hádeginu táknaðir með ljósgulum hring. Smámsaman sýnir kortið viðburði dagsins. Jarðskjálftar sem eiga sér stað eftir kl. 22:00 fá rauðan lit. Kortið hreinsast á miðnætti til að rýma fyrir viðburðum næsta dags.

Yfirfarnir skjálftar frá 16. ágúst 2014:

Litaskalinn til hægri telur daga sem liðnir eru síðan þessir atburðir hófust, 16.09.2014. Elstu jarðskjálftarnir eru því táknaðir með dökkbláum hring en yngstu jarðskjálftarnir með rauðum hring. Smámsaman byggist upp mynd af þessari löngu jarðskjálftahrinu. Stækkanlegt.

Að sjá jarðskjálftana í tímaröð

Hægt er að skoða jarðskjálfta hvers dags á sérstöku korti og keyra þau kort í tímaröð til að sjá hvernig framvindan hefur verið (hnappur undir dagsetningadálkinum). Vefsíðan, sem opnast þegar smellt er á tengilinn, sýnir æ fleiri skjálfta eftir því sem lengra líður á atburðina.

Myndskeið

Að auki eru gerð myndskeið sem sýna yfirfarna skjálfta í Bárðarbungu á ákveðnum tímabilum, nú frá upphafi atburðanna og til 31. október 2014. Stikan hægra megin táknar aldur skjálfta (í klst.) frá þeim viðmiðunardegi sem birtist í myndbandinu jafnóðum. Áður var gert svona myndskeið fyrir fyrsta mánuðinn og hann er sýndur tvisvar, fyrst hratt og svo helmingi hægar.

Strax í upphafi sést hvernig kvikuinnskotið lengist til norðausturs og út fyrir jaðar Dyngjujökuls á meðan fjöldi stórra og smárra jarðskjálfta eykst allt í kringum Bárðarbunguöskjuna. Minniháttar virkni er á Tungnafellsjökli í vestri til að byrja með; einnig sést hvað virknin er dreifð allra fyrst, og leitar til norðurs fyrstu dagana í átt að Kistufelli, en þéttist síðan á tvo margumrædda staði, Bárðarbungu og kvikuinnskotið (ganginn).

Eldgosin tvö eru tímasett á myndskeiðunum. Eldgosstáknið birtist fyrst örstutt en svo varanlega. Þegar líður á eldgosið dvínar jarðskjálftavirknin í ganginum en örvast í Tungnafellsjökli um hríð. Mest ber á stórum jarðskjálftum sem raðast á brúnir Bárðarbunguöskjunnar, aðallega nyrstu brún:

Yfirfarnir jarðskjálftar frá 16. ágúst - 31. október 2014.

Eldra myndskeið

Hér er hægt að sjá upphaf atburðanna spilað á minni hraða (hæg spilun hefst á mínútu 0:46):

Yfirfarnir skjálftar fyrsta mánuðinn.

Notkunarskilmáli

Jarðskjálftastaðsetningar sem sýndar eru á þessari síðu eru úr frumúrvinnslu gagna Veðurstofunnar, þ.e.a.s. óyfirförnum gögnum úr sjálfvirka staðsetningakerfinu SIL og úr þeim litla hluta gagnanna sem hafa verið yfirfarin af SIL eftirlitshópi Veðurstofunnar.

Þeir sem hyggjast nota þessar niðurstöður í greinaskrifum gera það á eigin ábyrgð, því staðsetningar og stærðir skjálfta geta breyst við nánari yfirferð gagnanna. Ef gögnin eru notuð í greinaskrifum skal geta dagsetningar og vitna greinilega til þeirra sem:

"Frumúrvinnsla gagna, SIL eftirlitshópur Veðurstofu Íslands." - Einnig skal geta þeirrar dagsetningar þegar gögnin eru sótt.

Frekari upplýsingar um notkun gagna á vef Veðurstofunnar eru á sérstakri vefsíðu.Aðrir tengdir vefir