Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 29. viku - 17. - 23. júlí 2023

Um 1100 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa riflega 500 verið handvirkt yfirfarnir. Af þeim 1100 skjálftum sem mældust í vikunni voru tæplega 540 skjálftar á Reykjanesi, flestir yfir kvikuganginum sem liggur milli Litla Hrúts og Keilis og við Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist í suðvestur Mýrdalsjökli af stærð 3,5 þann 23. júlí kl. 23:17 og fanns hann vel m.a. í Þórsmörk, á Skógum og Hvolsvelli. Áfram haldandi virkni var SA af Skjaldbreið í vikunni og jókst skjálftavirknin til muna þann 20. júlí. Alls mældust um 270 skjálftar í vikunni SA af Skjaldbreið og var stærsti skjálftinn 3,0 að stærð þann 20. júlí.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Um 540 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni, um 330 skjálftar voru yfir eða í grennd við kvikugagninn sem myndaðist 4.-10. júlí milli Litla Hrúts og Keilis og við Kleifarvatn. Um 70 skjálftar mældust við Brennisteinsfjöll að Bláfjöllum. Rúmlega 100 skjálftar mældust við Reykjanestá og rétt utan við land. Um 40 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg og urðu stærstu skjálftarnir norðvestur af Eldey og varð sá stærsti þann 22. júlí kl 10:07 2,7 að stærð.

Suðurland 

Fimmtíu jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni sem er aðeins færri en í vikunni áður en þá mældust um 60 skjálftar. Þar af voru tæplega 15 á Hengilsvæðinu en aðrir skjálftar voru á víð og dreif um Suðurlandsbrotabeltið. Nokkrir smá skjálftar mældust við Heklu.

Norðurland 

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 60 skjálftar, heldur færri en mældust vikuna áður en þeir voru um 90 talsins. Um 45 skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 2,6 að stærð þann 22. júlí. Tæplega 10 skjálftar mældust á Eyjafjarðarálnum sá stærsti mældist 1,7 að stærð þann 21. júlí.

Tæplega tugur smáskjálfta mældust við Kröflu og tugur skjálfta mældust við Þeistareyki, stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð þann 22. júlí.

Einn skjálfti mældist í Skagafirði þann 19. júlí, 1,0 að stærð.

Miðhálendið 

Fimmtán skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni, nokkuð færri en vikuna á undan þegar rúmlega 20 skjálftar mældust. Tugur skjálfta mældust í og við Bárðarbunguöskju, sá stærsti mældist 2,1 að stærð þann 23. júlí kl 10:24. Tveir skjálftar mældust í nágrenni við Hamarinn, einn upp á sléttunni og 2 við Skeiðarárjökul.

Um 30 skjálftar mældust í Öskju, tveir stærstu 1,8 að stærð. Um 20 skjálftar mældust við Herðubreið og næsta nágrenni, nokkuð fleiri en í síðustu viku en þá mældust 6 skjálftar.

Einn skjálfti mældist við Þórisvatn af stærð 1,6 þann 22. júlí.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 20 skjálftar flestir innan öskjunnar en sá stærsti var í henni vestanverðri af stærð 3,5 þann 23. júlí kl. 23:17 og fanns hann vel m.a. í Þórsmörk, á Skógum og Hvolsvelli.

Tæplega 20 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, þar af mældust um 15 skjálftar norður og norðvestur af Hrafntinnuskeri, þeir stærstu voru 1,3 að stærð.

Einn skjálfti mældist í sunnanverðurm Eyjafjallajökli og var hann 1,3 að stærð þann 23. júlí.

Vesturgosbeltið 

Við Langjökul og nágrennu mældust 5 skjálftar.

Töluverð virkni var SA af Skjaldbreið í vikunni og jókst skjálftavirknin til muna þann 20. júlí. Alls mældust um 270 skjálftar í vikunni og var stærsti skjálftinn 3,0 að stærð þann 20. júlí.

Skjálftalisti viku 29.








Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica