Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 26. viku - 26. júní – 2. júlí 2023

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Rúmlega1000 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, talsvert fleiri en í síðustu viku þegar skjálftarnir voru um 360 talsins. Stærsti skjálftinn var af stærð 2.9 við Kleifarvatn, en þar mældust tæplega 100 jarðskjálftar í vikunni. Flestir jarðskjálftar á Reykjanesskaga í vikunni mældust við Vífilsfell, eða tæplega 700, en þar hófst jarðskjálftahrina þann 1. júlí. Nær allir jarðskjálftar í hrinunni voru undir 1,5 að stærð, en stærsti skjálftinn í hrinunni mældist af stærð 2.0. Rúmlega 100 skjálftar mældust við Þorbjörn og Fagradalsfjall.

Um 120 jarðskjálftar mældust við Reykjanestá.

Suðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á suðurlandi í vikunni, svipaður fjöldi og í síðustu viku.
Þar af tæplega 30 á Hengilssvæðinu, sá stærsti 1,4 að stærð. Aðrir skjálftar voru á dreifð um Suðurlandsbrotabeltið þar sem stærsti skjálftinn var 1,4 að stærð.

Norðurland

Rúmlega 100 jarðskjálftar mældust á Norðurgosbeltinu, svipað og í síðustu viku. Við Öskju mældust um 20 smáskjálftar og við Herðubreið voru þeir um 15. Við Bæjarfjall mældust um 10 skjálftar og tveir við Kröflu. Úti fyrir norðurland var virknin mest við Grímseyjarbeltið þar sem 30 jarðskjálftar mældust, sá stærsti 2,4 að stærð. Um 15 jarðskjálftar mældust við Húsavíkur-Flateyjar misgengið.

Miðhálendið

Tæplega 50 jarðskjálftar mældust á miðhálendinu í vikunni. Stærsti skjálftinn var af stærð 3,1 við Þórðarhyrnu. Tæplega 30 jarðskjálftar voru við Vatnajökul, þar af sjö við Bárðarbungu, þrír við Grímsvötn, of fimm við Þórðarhyrnu. Við Hofsjökul voru skjálftarnir um 10 talsins, sá stærsti 2.6 að stærð. Við Langjökul mældust þrír skjálftar.

Austurgosbeltið 

Á austurgosbeltinu mældust yfir 200 jarðskjálftar, þar af voru allir í Mýrdalsjökli nema 10 sem mældust í Torfajökli. Stærsti skjálftinn var af stærð 4,4 þann 30. júní. Flestir skjálftar í Mýrdalsjökli þessa vikuna mældust í norðausturhluta Kötluöskjunnar þann dag, eða tæplega 100 talsins. Allir níu skjálftarnir í Mýrdalsjökli sem voru yfir 3,0 að stærð þessa vikuna átti sér stað þennan dag.

 Skjálftalisti viku 26





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica