Eldri flóð

Eldri flóð

Sum eldri flóð eru talin hafa verið enn meiri en flóðin 2006. Hjá Veðurstofu Íslands er unnið að úttekt eldri flóða í Ölfusá. Verkefnið ber heitið: "Magnitude of historical floods in the Ölfusá risk basin, South Iceland: A geographic and comprehensive approach of inundability in an open arctic basin" og er doktorsverkefni Emmanuel Pagneux.

Áhersla er lögð á hættumat og áhættugreiningu vegna flóða og viðhorf íbúa á flóðasvæðum til flóðahættu og skipulagsáætlana á svæðunum. Markmiðið er ennfremur að gera skil landfræðilegri greiningu flóðavár á Ölfusársvæðinu síðustu 200 ár. Greiningin er unnin í landfræðilegum upplýsingakerfum. Margt bendir til þess að ekki sé hægt að nota rennslisgögn til að ákvarða stærð flóða; réttara sé að nota útbreiðslu flóða sem meginbreytu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica