Veður og Orka

Veður og orka

Að verkefninu Veður og orka (2004-2007) stóðu þáverandi Vatnamælingar og Landsvirkjun með stuðningi Orkusjóðs. Samstarfsaðilar voru Veðurstofan, Reiknistofa í veðurfræði, Raunvísindastofnun og Verkfræðistofan Vatnaskil. Verkefnið fjallaði um mat á áhrifum veðurfars á vatnsorkugeirann. Kveikjan að verkefninu var mat sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) varðandi loftslagsbreytingar og tækifæri til betri greiningar vandans þar sem miklar framfarir hafa orðið í líkangerð í veður- og vatnafræði.

Veðurfarsbreytingar hafa áhrif á vatnakerfi og þar með á þróun og nýtingu á vatnsauðlindarinnar. Fjárfestar, hönnuðir og rekstraraðilar þurfa að tileinka sér nýja tækni og vinnubrögð til að bregðast við þessum breytingum.

Íslenska verkefnið á hliðstæðu í verkefninu Climate and Energy sem Norræni orkusjóðurinn, NEFP, og norræni orkugeirinn fjármagna.







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica