Veðurstofa íslands

Valmynd.


Hlusta
Íslensk eldfjöll

Saga Stórhöfðavita

stytt og endursagt úr
Stórhöfðaviti 100 ára
eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson

Stórhöfðaviti
ljósgjafi vitans - glerkúpul ber við himin og haf
Ljósmynd: Sigurður B. Finnsson.

Miklar umræður voru um staðsetningu vita á suðurströnd landsins, bæði á Alþingi og meðal sjófarenda, í lok nítjándu aldar. Með fjárlögum frá 1905 er ljóst að ákveðið hefur verið að byggja vita á Stórhöfða og með bréfi Stjórnarráðs Íslands í febrúar 1906 var Gísla J. Johnsen boðið að taka að sér byggingu vitans.

Hann skrifaði og gerði glögga grein fyrir því að allar aðstæður við byggingu vita á Stórhöfða væru óvenjulegar og erfiðar en bauðst þó til þess að taka að sér bygginguna gegn raunsærri fjárhæð. Því tilboði var tekið með bréfi í mars 1906 sem Hannes Hafstein undirritaði og í júní 1906 tilkynnti Gísli stjórnarráðinu að vitabyggingin á Stórhöfða væri því nær fullgerð og ekkert því til fyrirstöðu að ljósfærin yrðu sett upp. Þau komu til eyjanna í lok júnímánaðar.

Í stað þess að hlaða vitann úr blágrýtissteinum eins og sýnt var á teikningu dönsku vitamálastjórnarinnar var húsið steinsteypt og mun Stórhöfðaviti vera fyrsta húsið í Vestmannaeyjum sem var steinsteypt. Árið 1910 var byggt bárujárnsklætt timburhús fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans vestan við vitann ásamt dyraskúr norðan við steinhúsið. Þann 12. mars 1921 laust eldingu niður í Stórhöfðavita svo eldsvoði hlaust af og var eldingavari þá settur upp.

úr gömlu dagblaði

Auglýsing birtist í Alþýðublaðinu 15. mars 1921 þess efnis að vitinn hefði laskast en vitamálastjóri var þá Thorvald Krabbe. Upphaflega heyrðu vitarnir undir embætti landsverkfræðings en því var skipt í tvo hluta árið 1918, embætti vitamálastjóra og vegamálastjóra. Frá þeim þróuðust stofnanirnar Vita- og hafnamálaskrifstofan og Vegagerð ríkisins (sjá vegagerdin.is).

Árið 1931 var byggt steinsteypt íbúðarhús eftir teikningum Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og var hluti þess á tveimur hæðum en það var stækkað og allt hækkað í tvær hæðir 1965.

Haustið 1942 var reist vindmylla á Stórhöfða og var íbúð vitavarðarins þá fyrst raflýst. Myllan brotnaði niður nokkru síðar í óveðri en 1943 var sett upp bensín ljósavél og varð vitinn þá loks raflýstur, með 60 W peru. Vélahús úr steinsteypu var byggt austan við íbúðarhúsið árið 1956. Árið 1957 var sett í vitann 1000 W pera, enda þá komin dísel ljósavél sem reyndist miklu betur. Loks árið 1979 tengdist Stórhöfðaviti rafveitu eyjanna.

stytt og endursagt úr
Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 2006
56. árgangur, bls. 52-64, Stórhöfðaviti 100 ára
eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson




Tengt efni

  • Umhverfisráðuneytið
  • Umhverfisstofnun
  • Landgræðsla ríkisins
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
  • Skógrækt ríkisins
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
  • Norska loftrannsóknastofnunin
  • Samningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir

vedur.is

  • Forsíða
  • Veður
  • Jarðhræringar
  • Vatnafar
  • Ofanflóð
  • Loftslag
  • Hafís
  • Mengun
  • Um Veðurstofuna

Mengun

  • Mengun
    • Sýnaraðir
    • Brennisteinn
    • Þungmálmar
    • Þrávirk lífræn efni
    • Vistfræði
    • Stórhöfði
      • Mengunarmælingar á Stórhöfða
      • Veðurathuganir á Stórhöfða
      • Vitaverðir á Stórhöfða
      • Saga Stórhöfðavita
      • Saga vitanna við Íslandsstrendur
    • Gróðurhúsalofttegundir
    • Um lofttegundirnar
    • Þolmörk jarðar
  • Geislun
  • Óson
  • Fróðleikur

Reykjanesskagi
gottvedur.is

Leit á vefsvæðinu


Aðrir tengdir vefir

  • English

Samskipti

© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Kennitala 630908-0350
Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuvernd


Þetta vefsvæði byggir á Eplica