Jafnréttisáætlun
Áætlun þessi er unnin samkvæmt ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og rétt kvenna og karla með síðari breytingum sem miða að því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Jafnframt tekur áætlunin mið af markmiðum laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og ákvæðum laga nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði
Markmið
Markmið jafnréttisáætlunar Veðurstofu Íslands er að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu starfsfólks innan stofnunarinnar og að stjórnendur og aðrir starfsmenn sé meðvitað um að allir fái notið sín óháð kyni. Jafnréttisáætlunin tekur einnig til þeirra sem hafa hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.
Veðurstofan telur að með því að stuðla að jafnrétti kynja á stofnuninni fái auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum starfsfólks notið sín.
Jafnréttisáætlun tekur til allra starfsmanna sem starfa hjá Veðurstofunni.
Gildistími og endurskoðun
Jafnréttisáætlun gildir í þrjú ár frá samþykki.
Jafnréttisstefna er hluti af stjórnkerfi vottuðu gæða-, jafnlauna- og upplýsingaöryggiskerfi Veðurstofu Íslands. Reglubundin endurskoðun fer að lágmarki fram á þriggja ára fresti, en einnig við innri úttektir og rýni stjórnenda til að tryggja vottun m.a. til að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins, ÍST 85.
Launajafnrétti
Einstaklingar hjá Veðurstofunni skulu fá greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
| Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
| Einstaklingum er starfa hjá Veðurstofunni skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. | Viðhalda jafnlauna-vottun, ÍST 85: 2012. | Mannauðsstjóri, framkvæmdastjórar | Jafnlaunavottun viðhaldið í samræmi við ákvæði laga |
| Gera launagreiningu / jafnlaunaúttekt. Ef upp kemur launamunur innan stofnunarinnar sem ekki er hægt að skýra með málefna-legum hætti skal gerð áætlun um það hvernig stofnunin ætlar að leiðrétta þann mun. | Mannauðsstjóri | Ekki sjaldnar en einu sinni á ári. |
Laus störf, framgangur í starfi, endurmenntun og símenntun
Starfsauglýsingar skulu að öllu jöfnu höfða til umsækjenda af öllum kynjum. Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið einstaklingum af öllum kynjum, óháð kynhneigð, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu. Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu störfum á Veðurstofunni, þ.m.t. stjórnunarstörfum. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar.
Einstaklingar skulu njóta sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.
Þess skal gætt við úthlutun verkefna og tækifæra til að axla ábyrgð, sem og þegar um framgang eða tilfærslu í störfum er að ræða, að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis, kynhneigð, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Sama gildir um teymi, starfs- eða vinnuhópa sem starfsfólk er skipað í.
| Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
| Jafn aðgangur að störfum | Almennt skal gæta þess að óheimilt er að mismuna umsækjendum um starf vegna m.a. kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með vísan til þessa þarf að gæta að í atvinnuauglýsingum sé ekki einungis gert ráð fyrir karl- og kvenkyni. | Mannauðsstjóri | Ávallt þegar lausar stöður eru auglýstar. |
| Jöfn hlutföll kynja í störfum | Gera kyngreinda úttekt á störfum árlega og reyna að nýta tækifærið við nýráðningar eða tilfærslur í starfi ef hallar kynin innan starfa.
| Mannauðsstjóri | Ekki sjaldnar en annað hvert ár. |
| Jafn aðgangur að endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun og framgangs í starfi | Stjórnendur skulu hvetja allt starfsfólk til að sækja sér viðeigandi starfsþjálfun, endur- og símenntun.
Gera kyngreinda úttekt á þátttöku starfsfólks í endurmenntun, símenntun og teymum. Gera ráðstafanir ef munur kemur í ljós. | Framkvæmdastjórar
Mannauðsstjóri | Á hverju ári
Ekki sjaldnar en annað hvert ár. |
Jöfn kynjahlutföll í rannsóknum á vegum stofnunarinnar.
| Gera kyngreinda úttekt á þátttöku starfsfólks í birtingu ritrýndra greina. Gera ráðstafanir ef munur kemur í ljós. | Ekki sjaldnar en annað hvert ár. |
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.
Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið. Vinnuaðstæður skulu taka mið af þörfum beggja kynja.
Leitast skal við að halda yfirvinnu starfsfólks innan eðlilegra marka.
| Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
| Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs | Kynna fyrir starfsfólki úrræði á borð við sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu og heilsueflingu. | Mannauðsstjóri | Ekki sjaldnar en þriðja hvert ár. |
| Halda yfirvinnu hóflegri | Gera kyngreinda úttekt yfir fjölda yfirvinnustunda og leitast við að tryggja að yfirvinna sé innan eðlilegra marka m.v. þau störf sem viðkomandi sinnir og hafi þannig sem minnst áhrif á fjölskyldulíf. | Mannauðsstjóri | Ekki sjaldnar en annað hvert ár. |
Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Gera skal sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki áreitni né öðru ofbeldi af neinu tagi.
| Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni eða kynferðislega áreitni.
Aðstoð við þolendur/gerendur | Fræðsla um um helstu birtingamyndir og viðbrögð fyrir starfsfólk í forvarnarskyni.
Kynna starfsmönnum verklag um viðbrögð við einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. | Mannauðsstjóri
Mannauðsstjóri | Ekki sjaldnar en þriðja hvert ár. |
| Fræða stjórnendur og starfsfólk sem á skv. verklagi að taka á móti kvörtunum um einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. | Mannauðsstjóri | Almenn fræðsla skal ekki fara sjaldnar fram en þriðja hvert ár. Fræða skal nýja stjórnendur um verklag á fyrstu þremur mánuðum í starfi. |
Kynning
Nýjum starfsmönnum skal kynna jafnréttisáætlun innan mánaðar frá því að þeir eru ráðnir.
Rýni
Almennt skal rýna jafnréttisáætlun að lágmarki þriðja hvert ár.



