Greinar
Við Elliðavatn
Við Elliðavatn.

Jólasnjór í Reykjavík 1875-1920

fyrir 1921

Trausti Jónsson 11.12.2009

Nokkar upplýsingar má finna í fréttablöðum um snjóhulu í Reykjavík á árunum 1875 til 1920, ítarlegastar í veðurpistlum Jónasar Jónassen í Ísafold til 1899. Eftir það eru upplýsingar fyrir stöku ár í Ísafold, Þjóðólfi og Tímanum (sjá timarit.is). Listinn hér að neðan er unninn upp úr þessum heimildum. Trúlega mætti bæta eitthvað úr vöntunum með því að bera saman upplýsingar úr blöðum og í veðurathugunum. Snjóhula var ekki metin og snjódýpt ekki mæld á vegum Dönsku veðurstofunnar. Upplýsingar um jólasnjó í Reykjavík eftir 1920 eru í öðrum pistli.

Snjór um jól í Reykjavík


1875 Snjólaust.
1876 Að kalla snjólaust.
1877 Nokkur snjór eftir undangengna útsynninga.
1878 Logn, frost; snjólaust (jóladaginn). Snjóaði í 1. skipti á vetrinum á aðfangadag jóla.
1879 Frostlaust veður, en talsverður snjór.
1880 Snjólítið.
1881 Frostlaust en talsverður snjór.
1882 Frost en snjólaust.
1883 Austangola með ofanhríð, frostlaust.
1884 Frostlaust, snjólítið.
1885 Autt - snjóaði talsvert á annan jóladag.
1886 Talsverður snjór á jörðu.
1887 Svo að kalla auð jörð.
1888 Talsverð snjókoma.
1889 Logn og ofanhríð
1890 Jörð alauð og klakalaus.
1891 Rigning og krapaslettingur eða ofanhríð.
1892 Austanátt með þíðu, snjór er að hverfa.
1893 Með éljum á aðfangadag.
1894 vantar
1895 Alauð jörð.
1896 Talsverður snjór.
1897 vantar
1898 Töluverður snjór.
1899 Lítið föl
1900 Hvít jól.
1901 Sennilega hvít jól.
1902 Hvít jól.
1903 vantar
1904 Jól alrauð
1905 vantar
1906 Alhvít jól
1907 Alautt
1911 Auð jól
1918 Hvít jól
1920 Indælasta jólaveður jóladagana, vægt frost, logn og fult tungl, og hefir ekki komið svo fagurt veður um jólin í mörg ár (Tíminn).





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica