Greinar

Um veðurathuganir

Hreinn Hjartarson 8.12.2006

Veðurathuganir eru gerðar í þeim tilgangi að afla upplýsinga um ástand lofthjúpsins. Nokkrir þættir eru þar mikilvægastir og tiltölulega auðvelt að mæla:

  • Hiti
  • Loftþrýstingur
  • Vindur við yfirborð jarðar.

Þessir þættir eru ýmist mældir með sjálfvirkum mælum eða veðurathugunarmaður les af mælitækjum eða metur á annan hátt.

Veðurþættir

Hvað er veður? Til að lýsa veðrinu eru mældir og metnir svokallaðir veðurþættir, s.s.

  • lofthiti
  • loftraki
  • loftþrýstingur
  • hvers kyns úrkoma
  • vindur
  • þoka
  • mistur
  • skyggni
  • skýjafar
  • þrumur og eldingar

Tegundir mælistöðva og tækja

  • Notkun sjálfvirkra veðurstöðva hefur færst mjög í vöxt. Þessar stöðvar skrá upplýsingar t.d á 10 mínútna fresti meðan mönnuðu athuganirnar eru oftast á þriggja tíma fresti eða sjaldnar.
  • Mönnuðu athuganirnar á skýjum, skyggni, veðri og úrkomu eru mjög mikilvægar þrátt fyrir aukna tækni.
  • Fjarkönnun með t.d. ratsjám og gervitunglum er sívaxandi þáttur í veðurathugunum.
  • Veðurathuganir eru alþjóðlegar og skiptast lönd á upplýsingum oft á sólarhring. Þá eru gerðar samtímaathuganir um allan heim og ástand lofthjúpsins kannað og kortlagt eins og kostur er.
  • Þessi gögn mynda upphafsgildi fyrir hnattrænar veðurspár til skemmri eða lengri tíma.
  • Langar tímaraðir veðurathugana eru mjög mikilvægar til þess að hægt sé að fylgjast með hnattrænum breytingum, s.s. auknum gróðurhúsaáhrifum.
  • Veðurathuganir eru einnig grundvöllur fyrir skynsamlegri nýtingu landsins gæða hvort sem er til landbúnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu eða orkuframleiðslu.

Veðurathuganakort

  • Til að gefa sem gleggsta mynd af veðrinu á hverjum tíma eru búin til kort með samtímaathugunum og er þá hægara að gera sér grein fyrir ástandinu og auðveldara fyrir viðkomandi að spá í það sem í vændum er.
  • Aðgengi að myndrænum upplýsingum fyrir almenning er stóraukið með tilkomu Netsins.
  • Einnig er hægt að fá slíkar upplýsingar í GSM-síma.

 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica