Hafís í apríl 1999

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Landhelgisgæslan fór tvisavar sinnum í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 13. og þ. 23.

Hafístilkynningar í apríl 1999

Þ. 13. var ísinn næst landi 95 sml. VNV af Bjargtöngum, 80 sml. VNV af Blakknesi, 67 sml. VNV af Barða, 56 sml. NV af Straumnesi og 85 sml. N af Kögri. Þéttleikinn var víðast 4-6/10 næst brúninni. Mikið var af nýmynduðum ís og náði hann allt að 20 sml. út frá ísjaðrinum.

Þ. 23. var ísinn næst landi 55 sml. NV af Blakknesi, 52 sml.NV af Deild og 47 sml. NV af Straumnesi. Þéttleiki ísbrúnarinnar var 4-6/10 sunnan til en 7-9/10 norðar.

Ekki bárust tilkynningar frá sjófarendum í mánuðinum.

Sá ís er næstur var landi þennan mánuð var þ. 23., 47 sml. NV af Straumnesi.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í apríl.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica