Hafís í ágúst 2001

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í mánuðinum, þ. 9. og 20.

Haf- og borgarístilkynningar í ágúst 2001

Þ. 9. sást ísfláki sem var um 10 sml.breiður, 4-6/10 að þéttleika og næst landi u.þ.b. 50 sml. NV frá Straumnesi. Einnig varð vart við allnokkurn borgarís og sá sem næstur var landi u.þ.b. 38 sml. NNV frá Straumnesi.

Þ. 20. varð ekki vart við neinn sjávarmyndaðan ís innan íslenskrar efnahagslögsögu en einn borgarísjaka u.þ.b. 45 sml. NNA af Hornbjargi.

Í eftirlitsflugi þ. 14. sást einn borgarísjaki 25 sml. VNV af Deild og ennfremur sáust þrír borgsrísjakar í eftirlitsflugi þ. 27. og sá sem næstur var landi u.þ.b. 12 sml. N af Kögri og var það sá ís sem næstur var landi í ágúst.

Talsvert barst af tilkynningum um borgarís frá sjófarendum, einkum síðari hluta mánaðarins.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í ágúst.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica