Hafís í nóvember 2004

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug í nóvember þ. 12.

Haf- og borgarístilkynningar í nóvember 2004

Þá sást ísrönd í ratsjá u.þ.b. 80 sml. NV af Galtarvita. Hún var ekki könnuð nánar. Þetta var eina hafístilkynningin sem barst þennan mánuðinn. Allnokkrar borgarísfregnir bárust alveg frá byrjun mánaðar og fram yfir 20. nóvember. Eftir það fréttist ekkert af ís við landið. Borgarísinn var vestur af Ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa. Um og eftir miðjan mánuð var hann á siglingaleið í mynni Ísafjarðar. Þótti ástæða til að senda út viðvörun til sjófarenda.

Borgarís hefur ekki verið svona nærri landi í nóvember a.m.k. síðustu fimm árin.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í nóvember.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica