Hafís í ágúst 2004

Sigþrúður Ármannsdóttir 5.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ísflug í ágúst þ. 20. og 25.

Borgarístilkynningar í ágúst 2004

Þ. 20 voru borgarísjakar úti fyrir Ströndum og Norðurlandi.

Þ. 25. voru borgarísjakar enn á svipuðum slóðum úti fyrir Norðurlandi og auk þess nokkrir vestur af Vestfjörðum.

Margar borgarístilkynningar bárust í ágúst og var það jafnt og þétt allan mánuðinn, og er þetta meiri borgarís en hefur verið í þessum mánuði undanfarin ár. Í byrjun mánaðar var borgarísinn norðvestur af Vestfjörðum en eftir því sem leið á mánuðinn færðist hann austur með Norðurlandi og í mánaðarlok var hann kominn inn á Skjálfandaflóa, og var þar með úti fyrir öllu Norðurlandi. Þessi ís var nálægt landi og um miðjan mánuð kominn upp að landi við vestanverðan Skagafjörð. Einnig var hann við austanverðan Húnaflóa og Strandir.

Norðaustanátt var tíðust í grænlandssundi í ágúst.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica