2007

Hafís í apríl 2007

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug í mánuðinum, 12. og 16. Ísinn var þá úti fyrir Norðvesturlandi, 37 sml NNV af Skagatá hinn 12. og 30 sml norður af Skaga hinn 16. Ísinn var næst landi, samkvæmt Landhelgisgæslunni, 24 sml norður af Kögri 12. apríl og talsverð nýmyndun suður af ísbrúninni. Tilkynning barst einnig frá skipi 20. apríl um þétta ísspöng u.þ.b. 19 sml NNV af Siglunesi.  

Suðvestan- og vestanáttir voru tíðar á Grænlandssundi fyrri hluta mánaðarins en 19. til 26. tóku hvassar NA lægar áttir við og ísröndin fjarlægðist.

 

Ískort með haf- og borgarístilkynningum í apríl 2007Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica