Hafís í júní 2009
mánaðaryfirlit
Í júní var hafísröndin fjærri landinu. Upplýsingar frá gervihnattamyndum sýndu að um frekar gisinn ís var að ræða innan við hafísröndina. Þær upplýsingar sýndu einnig að röndin var næst landi um 55-75 sjómílur vestnorðvestur af Vestfjörðum. Tilkynning um borgarísjaka barst í lok mánaðarins, en þeir voru á um 66°40'N og 25°30'V. Upplýsingar um hafísröndina voru gefnar út 4 sinnum af Veðurstofunni og stofnuninni barst einnig mynd tekin úr flugvél á leið frá Kulusuk til Reykjavíkur sem sýndi hafísröndina vel og að um gisinn ís var að ræða.
Fremur hæg breytileg vindátt var á Grænlandssundi í mánuðinum.