2009

Hafís í nóvember 2009

mánaðaryfirlit

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug þann 2. nóvember. Nokkrir borgarísjakar voru nærri miðlínu og næst landi var jaki 89 sml NV af Barða. Enginn megin ísjaðar var innan íslensku lögsögunnar.

Ísjaðarinn færðist suður með Blosseville strönd Grænlands í mánuðinum. Þann 23. nóv. birti Veðurstofan gervihnattamynd sem sýndi ísjaðarinn vel og var hann þá næst landi um 100 sml VNV af Straumnesi.

Á Grænlandssundi var norðaustan- og austanátt ríkjandi í mánuðinum.

is_november2009

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica