2010

Hafís í júní 2010

Veðurstofan fékk fimm tilkynningar um hafís í mánuðinum.

Þann 12. og 14. tilkynntu skip um ísspöng á 66°42'N og 24°15' V að 66°59'N og 22°24'V. Þann 14. kom einnig tilkynning frá veðurstöðinni á Hrauni á Skaga um borgarís 10-11 sjómílur norðvestur af Skagatá.

Þann 22. var tilkynnt um ísspöng á 66°49'N og 22°22'V til 66°51'N og 22°09'V.

Þann 29. var tilkynnt um 2 borgarísjaka í Þverál. Veðurstofan sendi út upplýsingar og mynd af hafísröndinni þ. 16. júní.

Vindáttir voru nærri meðallagi í Grænlandssundi og undan Norðurlandi.

Hafís í júní 2010

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica