2010

Hafís í desember 2010

Landhelgisgæslan fór 6 sinnum í ískönnunarflug í mánuðinum.

Það fyrsta var 7. desember en þá lá ísröndin næst landi 21,7 sml frá Horni, 25,3 sml frá Straumnesi og 43,6 sml frá Barða. Var tungan, sem lá fyrir norðan land, gisin og það var ekki fyrr en komið var talsvert vestar sem ísinn varð verulega þéttur. Einnig sáust stórir borgarísjakar á svæðinu.

Þann 10. sendi Veðurstofan frá sér tilkynningu þar sem varað var við að ísinn gæti færst nær landi næsta sólarhringinn.

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug þ. 12. og var ísinn þá næst landi 31 sml. NV af Barða, 25 sml. NV af Straumnesi, 19 sml. NA af Horni og 43 sml. NNV af Skagatá. Stakir jakar og ísspangir lágu út frá megin ísjaðrinum.

Aftur var flogið ískönnunarflug þ. 13. og var meginísinn næst landi 53 sml. VNV af Grímsey, 32 sml. NNV af Skagatá, 32 sml. ANA af Hornbjargi, 25 sml. norður af Hornbjargi, 20 sml. VNV af Straumnesi og 30 sml. VNV af Barða.

Farið var í eftirlits- og hafískönnun undan Vestfjörðum þ. 18 og kom í ljós hafís var mun fjær landi en í síðustu könnun.

Þann 20. var farið í ískönnunarflug um Vesturmið. Komið var að hafís norður af Vestfjörðum og megin ísinn kortlagður með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Megin ísröndin lá djúpt undan Vestfjörðum en ísdreifar voru víða á Vestfjarðamiðum.

Tólf tilkynningar bárust frá skipum í mánuðinum og einnig tilkynningar frá landi um borgarís um 12 km NNA af Litlu-Ávík.

Vindáttir á Grænlandssundi voru vestlægari fyrri hluta mánaðarins, en norðaustanstæðar síðari hluta hans.

ískort des 2010







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica