Íslensk eldfjöll
sólarlag við Keili
Sólarlag við Keili.

Fundir um áhrif eldgossins

Fundir í september 2010

Þann 14. september 2010 hélt Veðurstofan alþjóðlegan fund á Bústaðavegi fyrir þá sem komu að upplýsingagjöf í eldgosinu, bæði beint til almennings og til fjölmiðla. Fjallað var um notkun vefsins.

Þar fluttu gestir frá bresku veðurstofunni og norsku loftrannsóknastofnuninni erindi um dreifingar- og reiknilíkön (NAME ogFlexPart) og um innrauða myndavél (Cyclope camera) sem greinir ösku, SO2 og skýjadropa. Umfjöllunarefni þeirra var eldfjallaaska, dreifing ösku og öskuspár.

Alþjóðleg flugráðstefna Keilis um Eyjafjallajökul og flugsamgöngur var haldin 15. - 16. september 2010 í samstarfi við forseta Íslands, samgönguráðherra, Flugmálastjórn, ISAVIA, Veðurstofuna, Icelandair, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, sendiráð Bandaríkjanna, sendiráð Rússlands og Alþjóðaflugmálastofnunina ásamt mörgum öðrum erlendum flugsamgönguaðilum.

Ráðstefnan var fjölsótt. Rætt var um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á ferðaiðnaðinn í heiminum og reynt að taka saman það sem má læra af þessum viðburðum. Samantektin (pdf 0,2 Mb) var birt á vef Keilis að lokinni ráðstefnunni.

Í framhaldi af Keilisráðstefnunni var haldinn vinnufundur innlendra og erlendra jarðvísindamanna á Hvolsvelli dagana 17. -19. september 2010. Rætt var um vöktun jarðhræringa í nágrenni virkra eldfjalla og ályktanir dregnar af nýafstöðnum atburðum í Eyjafjallajökli. Farið var í vettvangsferðir, bæði í átt að gígunum og að jökulhlaupinu.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica