Íslensk eldfjöll
Á Guðabungu
Skipt um vindrafstöð á Goðabungu. Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í baksýn.

Könnun á viðhorfum fólks til eldgosahættu

2.4.2012

Nú stendur yfir evrópsk könnun á viðhorfum fólks til eldgosahættu. Vonast er eftir góðum undirtektum, ekki síst frá því fólki sem upplifði áhrif eldgosanna á Íslandi nýliðin vor. Könnunin er að sjálfsögðu í boði á íslensku. Til upprifjunar mætti skima samantekt á vefefni um eldgosin.

Markmiðið er að auka skilning á félagslegum og efnislegum afleiðingum eldgosa svo hægt sé að minnka þau óþægindi sem mannlegt samfélag verður fyrir. Síðan verða niðurstöður margra kannana bornar saman, frá mismunandi eldfjallasvæðum og ólíkum samfélögum.

Um rannsóknina

logoKönnunin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem kannar eldfjallahættu. Rannsóknarverkefnið nefnist VOLDIES og er fjármagnað af evrópska rannsóknarráðinu ERC en leitt af Steve Sparks prófessor við Bristol háskóla.

Þetta er fimm ára verkefni (2009-2014) og rannsóknaraðilar frá allmörgum stofnunum í Evrópu taka þátt. Sú könnun sem hér er birt er leidd af Dick Eiser prófessor við Sheffield háskóla en hann er framarlega á sviði félagssálfræði. Áhugi hans beinist að því hvernig fólk upplifir og metur áhættu og hvernig traust spilar inn í.

Könnunin er gerð í samvinnu við Sparks en báðir starfa þeir í alþjóðaráði sem samþættir vísindastörf sem miða að því að minnka áhrif hamfara. Faglega aðstoð við VOLDIES verkefnið veitir dr. Amy Donovan.

Smæð mannsins
Jökulíshlaup við Gígjökul frá 15. apríl 2010. Mynd tekin í leiðangri 23. maí 2010. Ljósmynd: Matthew J. Roberts.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica