Íslensk eldfjöll

Flug yfir Bárðarbungu 10. október 2014

Skýjað en ýmsar vísbendingar

Flogið var yfir Bárðarbungu með TF-SIF, föstudaginn 10. október 2014. Starfsmenn Veðurstofu tóku þessar myndir. Það var skýjað en gosmökkurinn sást upp úr gasbreiðunni.

Árni Sigurðsson

Gasið frá eldgosinu, Bárðarbunga og Öræfajökull fjær. Stækkanleg.

Gasbólstrar frá eldgosinu upp úr skýjalaginu lengst til vinstri. Sér í átt að Öræfajökli. Kverkfjöll á milli. Stækkanleg.

Gasbólstrar. Sér niður á Öskjuvatn fremst til vinstri og í átt að Öræfajökli. Kverkfjöll á milli. Stækkanleg.

Gasbólstrar náðu í allt að 8.000 feta hæð yfir sjávarmáli. Sér aðeins í brúnir Öskju fremst til hægri. Stækkanleg.

Gasbólstrar upp úr skýjalaginu. Horft er yfir vatn vestan Vaðöldu í átt að Öræfajökli. Kverkfjöll á milli. Stækkanleg.

Gasbólstrarnir frá eldgosinu, sem náðu allt að 8.000 feta hæð yfir sjávarmáli. Bárðarbunga fjær. Stækkanleg.

Gamlar sprungur. Sigdældin er í suðaustanverðri bungunni. Stækkanleg.

Sigdældin hefur kannski dýpkað eftir að jarðskjálftar og eldsumbrot hófust 16. ágúst 2014. Stækkanleg.

Matthew J. Roberts

Séð frá Öskjuvatni til Öræfajökull, með gosmökkinn og Kverkfjöll á milli. Stækkanleg.

Gufubólstrar yfir hraunbreiðunni: Grunnvatn sýður og gufan leitar upp úr hrauninu. Stækkanleg.

Gasmekkir rísa yfir gosstöðvunum, sá hæsti nær u.þ.b. 8000 feta hæð eða 2400-2500 m. Stækkanleg.

Gunnar B. Guðmundsson

Gasmengunin. Unnin mynd (Árni Sigurðsson), svo gasið sjáist betur. Stækkanleg.

Hitahvörf við Grímsvötn. Stækkanleg.

Vestari Skaftárketill. Stækkanleg.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica