Ráðstefnur og fundir

Ljósmyndir frá vígslu ofurtölvunnar

Danskir og íslenskir samstarfsmenn fagna

Hér gefur að líta fjölmargar ljósmyndir frá vígslu dönsku ofurtölvunnar 28. apríl 2016 (frétt). Myndirnar tóku Snorri Zóphóníasson, Jóhanna M. Thorlacius og Bjarne Keinicke (sjá upphafsstafi ljósmyndara með því að hægrismella og skoða upplýsingar um hverja mynd).

Fellifyrirsagnir opna myndasíðu frá hverjum viðburði fyrir sig.

Konur í forystu

""Hafdís Karlsdóttir, settur forstjóri Veðurstofu Íslands, og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Fyrir utan forstjóra VÍ og ráðherrann, þá deildu þrjár aðrar konur veigamestu ábyrgðinni þennan daginn; forstjóri DMI, danski sendiherrann og ábyrgðarmaður verkefnis hjá VÍ.

1. Móttakan

""Rósir í dönsku fánalitunum prýddu móttökuna.

""Thomas Kjeldberg Christensen, deildarstjóri hjá DMI, Helge Beyer Christensen aðmíráll af dönsku herskipi sem liggur við festar í Reykjavíkurhöfn þessa dagana og danski sendiherrann Mette Kjuel Nielsen ásamt Marianne Thyrring, forstjóra DMI. Danska sendiráðið stóð fyrir móttöku sama dag.

""Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri, Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hafdís Karlsdóttir, settur forstjóri Veðurstofunnar, Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga.

""Xiaohua Yang og Katrine Krogh Andersen frá DMI ræða við Brian Vinther frá Niels Bohr Institutet en í bakgrunni eru Tina Kaas Hansen og Thomas Lorenzen frá DMI á tali við gest frá Landsvirkjun.

""Þorvaldur E. Sigurðsson verkefnisstjóri, Rossella Ferretti rannsóknarstjóri frá DMI og Mario Mattia frá Cray, fyrirtækinu sem smíðaði ofurtölvurnar.

""Marianne Thyrring, forstjóri DMI, ásamt Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra.

2. Tölvusalir

""Hluti Cray ofurtölvunnar í baksýn en hún er samsett úr tveimur sjálfstæðum hlutum.

""Þorvaldur E. Sigurðsson, sá er hafði veg og vanda af skipulagningu þessa ofurverkefnis, ræðir við Harald Hallgrímsson frá Landsvirkjun.

Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri, á tali við Magnús Guðmundsson, forstjóra LMÍ.

Jórunn Harðardóttir og fleiri stikuðu hringinn í kringum ofurtölvuna.

Ofurtölvan Þór er annar hluti þessa samsetta bákns.

Ofurtölvan Freyja sér um það, ásamt Þór, að niðritími sé enginn og uppitíminn alger; enda almannahagsmunir í náttúruvá að veði.

3. Fyrirlesarar

""Hafdís Karlsdóttir, settur forstjóri VÍ og Marianne Thyrring, forstjóri dönsku veðurstofunnar, DMI.

""Marianne Thyrring, forstjóri dönsku veðurstofunnar, DMI.

""Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknasviðs, var fundarstjóri.

""Ingveldur Björg Jónsdóttir, hópstjóri rekstrar, var frá upphafi ábyrgðarmaður þessa verkefnis.

""Vigfús Gíslason, hópstjóri upplýsingatækni, bar ábyrgð á tæknilegri útfærslu sem var viðamikil.

""Jens Hesselbjerg Christensen, rannsóknastjóri hjá DMI, og Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslagsbreytinga.

""Sameiginlegt erindi: Samstarf um loftslagslíkön.

""Martin Bech (NHPC; CTO DTU) með erindi er nefndist Research network eða rannsóknanet.

""Carsten Simonsen, deildarstjóri hjá DMI, var með erindi sem nefndist Operational forecasting.

""Á glæru mátti sjá mynd af ofurtölvunum tveimur, Þór og Freyju. Fundarstjóri kynnir næsta erindi.

""Bolli Pálmason fjallar hér um Harmonie líkanið í erindi sem nefndist IGA Collaboration.

""Fundarstjóri þakkar Xiaohua Yang fyrir erindi sem hann flutti ásamt Bolla Pálmasyni.

""Thomas Lorenzen: "Anecdote - Creativity fosters possibilities".

""Thomas Lorenzen lýsti því hvað íslensku samstarfsmennirnir voru úrræðagóðir og sjálfstæðir.

""Theodór Freyr Hervarsson, frkvstj Eftirlits- og spásviðs, flutti erindi með Carsten Simonsen.

4. Að loknum fundi

""Gengið til veitinga.

""Thomas Kjeldberg Christensen, deildarstjóri hjá DMI, og Thomas Lorenzen, kerfisstjóri hjá DMI.

""Hluti af tækniliðinu: Davíð Steinar Guðjónsson og Sigurður E. Þorvaldsson.

""Bjarne Keinicke, verkefnisstjóri hjá DMI, og Thomas Lorensen, kerfisstjórnandi hjá DMI.

""Martin Bech, einn af fyrirlesurunum, nær athyglinni aftur: Tina Kaas Hansen og Jussi Kaurola.

""Marianne Thyrring á tali við Jussi Kaurola, deildarstjóra frá finnsku veðurstofunni.

""Mario Mattia frá Cray og Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands.

""Jens Hesselbjerg Christensen, DMI, og Brian Vinther, prófessor við Niels Bohr stofnunina.

Fyrir aftan glaðan hóp starfsmanna af ýmsum sviðum Veðurstofunnar má sjá Jórunni og Ingveldi á tali við Vigfús Halldórsson, verkefnisstjóra hjá Ríkiseignum sem studdu við gagngerar breytingar á húsnæðinu svo koma mætti ofurtölvunni fyrir ásamt stoðkerfum.

""Verki lokið. Þetta tvíeyki lyfti grettistaki fyrir Veðurstofu Íslands.

5. Danska sendiráðið

Eftir viðhöfn á Veðurstofu Íslands, bauð danski sendiherrann til móttöku í sendiráðinu. Meðfylgjandi ljósmyndir tók Bjarne Keinicke.

Fjórar sterkar konur í forsvari fyrir viðburðum dagsins; forstjóri, sendiherra, ráðherra, forstjóri.

Bolli Pálmason, Ingveldur Björg Jónsdóttir og Jórunn Harðardóttir.

Brugðið á leik fyrir utan Danska sendiráðið í Reykjavík.


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica