Skrifstofa forstjóra

Hlutverk Skrifstofu forstjóra

Jóhanna M. Thorlacius 20.9.2013

Skrifstofa forstjóra fer með stjórnsýsluhlutverk Veðurstofu Íslands og hefur umsjón með opinberum fjármunum. Undir þetta fellur ráðstöfun og eftirfylgni með fjárveitingum samkvæmt:

 • Árangursstjórnunarsamningi við umhverfisráðuneytið.
 • Samningi við Ofanflóðasjóð.
 • Samningi við ICAO (International Civil Aviation Organization).
 • Öðrum samningum þar sem Veðurstofan hefur formlegt hlutverk gagnvart stjórnvöldum, s.s. EPOS (European Plate Observing System).

Skrifstofan ber ábyrgð á að heildarstefna sé sett fyrir stofnunina og að henni sé framfylgt. Auk þess ber hún ábyrgð á eftirfarandi stefnum Veðurstofu Íslands:

 • Gæðastefnu
 • Mannauðsstefnu
 • Náttúruvárstefnu
 • Rannsóknastefnu
 • Stefnu um erlend samskipti
 • Upplýsinga- og kynningastefnu
 • Viðskipta- og þjónustustefnu
 • Þróunarstefnu

Skrifstofa forstjóra ber ábyrgð á formlegum innlendum og erlendum samskiptum

Veðurstofu Íslands. Undir þetta fellur formlegt alþjóðlegt samstarf við t.d.:

 • WMO (World Meteorological Organization)
 • NORDMET (Nordic Co-operation in Meteorology)
 • CHIN (Chiefs of the Hydrological Institutes in the Nordic Countries)

Skrifstofan fer einnig með hlut Veðurstofunnar í:

 • EUMETNET (Network of European Meteorological Services)
 • ECMWF (European Centre for Medium-Range Weather Forecasts)
 • EUMETSAT (European Organisation for the Exploitation of Meteorological Satellites)

Loks hefur Skrifstofa forstjóra umsjón með formlegu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir:

 • Ráðuneyti
 • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
 • Flugmálastjórn Íslands
 • Háskólastofnanir, innlendar og erlendar
 • Isavia
 • Landhelgisgæsluna
 • Landsvirkjun
 • Landsnet
 • Vegagerðina
 • o.fl.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica