Skaftá

Hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá

Skaftárhlaup sem varð um mánaðamótin september/október 2015 var miklu stærra en dæmi eru um og olli tjóni og röskun í byggð og á grónu landi. Þar sem um stærri atburð var að ræða en áður hefur sést og vísbendingar eru um að breytingar væru á mynstri Skaftárhlaupa var ákveðið í samráði við stjórnvöld að framkvæma hættumat vegna Skaftárhlaupa. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum. Verkið er hluti af eldgosahættumatinu, sem einnig er nefnt GOSVÁ. Niðurstöður hættumatsins má finna í útgáfum hér að neðan.

Skýrslur

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

 • Útbreiðsla og flóðhæð Skaftárhlaupsins haustið 2015 (lokadrög, 94 Mb)
  Emmanuel Pagneux, Bogi B. Björnsson og Davíð Egilson

 • Ágrip

  Í þessu riti er gerð grein fyrir flóðhæð og útbreiðslu Skaftárhlaupsins 2015 á nokkrum stöðum í farveginum. Staðir sem voru skoðaðar eru útföll hlaupvatns við jaðar Skaftárjökuls, svæði nærri rennslismælistað og helstu svæði þar sem Skaftárhlaup ógna mannvirkjum og ræktuðu eða grónu landi: Sveinstindur, Hólaskjól, Skaftárdalur, Eldvatn, Flögulón, Skál og Dyngjur. Verkefnið var unnið í mikilli upplausn og nákvæmni til þess að bera hlaupið 2015 saman við fyrri hlaup, afla gagna til þess að kvarða straumfræðilíkön af hlaupum í Skaftá og meta hættu af völdum Skaftárhlaupa í framtíðinni.

  Útbreiðsla flóðsins var áætluð að miklu leyti með því að klasagreina birtutölu myndeininga út frá uppréttum myndum af flóðinu sem sýna hlaupið í hámarki eða ummerki um mestu flóðhæð. Á svæðum þar sem klasagreining tókst ekki nægilega vel var útbreiðsla flóðsins reiknuð út með samanburði á endurgerðum vatnshæðarfleti, sem byggður er á mældum flóðhæðum og landhæðum úr yfirborðslíkani; stuðst við ArcticDEM landlíkan og leysimælingar af þrífæti. Á svæðum þar sem hvorki klasagreining né vatnshæðarlíkan gáfu sannfærandi niðurstöður var útbreiðsla flóðsins hnituð handvirkt í mælikvarða > 1:1000 út frá túlkun á uppréttum ljósmyndum af flóðinu.

 • Mat á setflutningi með sögulegu yfirliti (í vinnslu)
  Esther Hlíðar Jensen, Davíð Egilson, Emmanuel Pagneux, Bogi B. Björnsson, Snorri Zóphóníasson, Snorri Páll Snorrason, Ingibjörg Jónsdóttir, Ragnar H. Þrastarson, Oddur Sigurðsson og Matthew J. Roberts

 • Set í hlaupi haustið 2015 (í vinnslu)
  Esther Hlíðar Jensen, Davíð Egilson, Emmanuel Pagneux, Bogi B. Björnsson, Snorri Zóphóníasson, Ingibjörg Jónsdóttir, Matthías Á. Jónsson, Ragnar H. Þrastarson og Matthew J. Roberts

 • Kvörðun straumfræðilíkans (í vinnslu)
  Matthías Á. Jónsson, Tinna Þórarinsóttir, Tómas Jóhannesson, Emmanuel Pagneux, Bogi B. Björnsson, Davíð Egilson og Matthew J. Roberts

 • Hermun flóðasviðsmynda (í vinnslu)
  Emmanuel Pagneux, Matthías Á. Jónsson, Tinna Þórarinsdóttir, Bogi B. Björnsson, Davíð Egilson og Matthew J. Roberts

Sérkort

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica