Hætta í dreifbýli

Könnun á ofanflóðahættu í dreifbýli

Snjóflóðasaga, greining á ofanflóðaaðstæðum

Í könnun á ofanflóðahættu fyrir dreifbýli eru dregnar saman upplýsingar um ofanflóðasögu ákveðinna landsvæða og ofanflóðaaðstæður ofan byggðar eru greindar, m.a. möguleg upptakasvæði og farvegir snjóflóða. Sveitabæir og önnur byggð eru flokkuð eftir ofanflóðahættu. Slík úttekt felur í sér almenna þekkingaröflun sem nýtist fyrir skipulagsvinnu í viðkomandi sveitarfélögum. Jafnframt nýtist hún íbúum svæðisins, yfirvöldum almannavarna og snjóflóðavakt Veðurstofunnar í sambandi við viðbúnað við yfirvofandi ofanflóðahættu. Eftir sem áður getur verið ástæða til að vinna formlegt staðbundið hættumat fyrir einstaka sveitabæi og aðra staði þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Megintilgangur könnunarinnar er að finna þá bæi sem taldir eru í „verulegri ofanflóðahættu“. Miðað er við að staðaráhætta bæjar í verulegri ofanflóðahættu kunni að samsvara hættusvæði C samkvæmt hættumatsreglugerð. Þrátt fyrir slíka samsvörun, hefur könnunin ekki formlegt gildi fyrir skipulag byggðar með sama hætti og hættumat fyrir þéttbýli.

Eftirfarandi skýrslur um könnun á ofanflóðahættu í dreifbýli hafa verið gefnar út.

Könnun á snjóflóðaaðstæðum í Fnjóskadal er vel á veg komin og verður skýrsla gefin út á næstunni. Árið 2015 hófst vinna við gagnaöflun og skýrsluskrif í vestanverðum Skagafirði. Þar hafa aðstæður verið kannaðar á einstökum bæjum og unnið er að skrásetningu snjóflóða og kortlagningu á ofanflóðasögu héraðsins. Á næstunni verður hafist handa við upplýsingaöflun á fjórum nýjum landsvæðum: Syðridal við Bolungarvík, Ólafsfjörð, Eyjafjarðarsveit og Mýrdal.


Nýjar fróðleiksgreinar

Frumniðurstöður rannsókna á berghlaupi í Öskju 21. júlí 2014

Að kvöldi 21. júlí 2014 féll stórt berghlaup úr Suðurbotnum í Öskju niður í Öskjuvatn. Hlaupið er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi. Hér má finna fyrstu niðurstöður ásamt fjölda mynda, korta og línurita með skýringartextum varðandi þennan atburð.

Lesa meira

Um skriðuföll

Mikill snjór var til fjalla í vetur víða á landinu. Snjó hefur leyst jafnt og þétt síðasta mánuðinn án mikilla vatnsflóða. Við þessar aðstæður má búast við stöku aurskriðum en erfitt getur verið að spá fyrir um hvar þær falla. Ferðafólk ætti að huga vel að aðstæðum þar sem það fer um, reikna með mögulegum vatnavöxtum í ám og lækjum og fara varlega í kringum vatnsósa hlíðar.

Lesa meira

Snjóflóð úr Rangala í Lónafirði

Snjóflóð úr Rangala í Lónafirði náðist á mynd vorið 2013.

Lesa meira

Skriðuföll í Kaldakinn

Um mánaðamótin maí - júní 2013 féllu fjórar stórar jarðvegsskriður og fleiri smærri í Kaldakinn að austanverðu. Þetta er við svokallaðan norðausturveg milli Akureyrar og Húsavíkur. Ekki eru til sögulegar heimildir um skriðuföll á þessum stað í Kinninni en vitað er að stórar skriður hafa fallið annarsstaðar í dalnum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica