Könnunargryfja var gerð í Drangaskarði fyrir ofan Neskaupstað þann 14. nóvember. Gryfjan var í um 660 m hæð og SA viðhorfi. Heildar snjódýpt var um 1 m. Gryfjan sýndi lagskipta snjóþekju. Gamall snjór og harðfenni var meginundistaðan í snjónum og nýr snjór ofan á, en almennt var nýi snjórinn ekki þykkur. Ekki var gerð frekari […]
Viðvarandi úrkoma hefur verið á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og rigndi talsvert í gær í öllum þéttbýliskjörnum á norðanverðum Austfjörðum. Grunnvatnsstaðan hefur hækkað í borholum á Seyðisfirði og Eskifirði eins og við var að búast, en hækkunin er þó minni en búist var við og er ennþá lægri en hún var eftir rigningarnar í byrjun […]
Í dag hefur verið í gildi gul veðurviðvörun vegna asahláku á Austfjörðum. Talsverð úrkoma hefur mælst á norðanverðum Austfjörðum, í samræmi við spár, og snjó hefur tekið upp víða á láglendi sem og í neðri hluta hlíða. Uppsöfnuð úrkoma og ákefð hafa verið meiri en spár gerðu ráð fyrir. Mæld úrkoma á Seyðisfirði frá því […]
Spáð var norðaustan hvassviðri og asahláku í dag, föstudag 31. október. Rignt hefur mikið í dag, sér í lagi á Austfjörðum. Það sem af er degi hefur mælst mest úrkoma á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, 85 mm og 92 mm síðustu 12 klst., og á Seyðisfirði hafa mælst 86 mm síðustu 12 klst. Í kvöld dregur […]