Snjógryfja í Oddsskarði 27. apríl

Snjógryfja var gerð í Oddsskarði þann 27. apríl, í um 650 m hæð og SV-vísandi hlíð. Gryfjan sýndi jafnhita snjóþekju. Farið var að blotna í gömlum vindflekum sem liggja ofan á harðfenni en enn bar á lagskiptingu í snjónum. Samþjöppunarpróf … Lesa meira

Snjógryfja í Leyningssúlum 18. apríl

Snjógryfja tekin í dag í 30° halla í 500 m hæð og NA-vísandi hlíð sýndi veikleika á hagllagi undir mjög stífum vindfleka sem brotnaði við miðlungs álag. Veikleikinn gaf ekki sléttan brotflöt og sýndi ekki merki um auðvelda útbreiðslu.

Snjógryfja í Oddsskarði 17. apríl

Snjógryfja var gerð í Oddsskarði þann 17. apríl, í um 611 m hæð og SA vísandi hlíð. Bjartviðri var á svæðinu og engin úrkoma en nokkur skafrenningur. Gryfjan sýndi lagskipta vindfleka ofan á eldra harðfenni. Snjór var að mestu vindniðurbrotinn … Lesa meira

Snjóaðstæður um páska

Útlit er fyrir ágætis páskaveður víða um land. Á skírdag og föstudaginn langa verða él á norður- og austurhluta landsins en eftir það er útlit fyrir úrkomulítið og meinlaust veður. Líklegt er að margir haldi til fjalla til að njóta … Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica