Rýming

Rýming - brottflutningur

Af síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 10.01.2007 með góðfúslegu leyfi.

Ef hættusvæði er yfirgefið t.d. heimili vegna ástands húss, snjóflóðahættu eða af annarri vá, eða stærra svæði rýmt að ákvörðun ríkisstjórnar verður öryggi best tryggt með eftirtöldum aðgerðum:

Frágangur húss og verðmæta

  • Takið með ykkur það sem brýnt er að hafa svo sem lyf og nauðsynjar ungbarna.
  • Gangið tryggilega frá helstu verðmætum eða hafið þau meðferðis.
  • Tryggið að matvæli liggi ekki undir skemmdum.
  • Lokið gluggum og hurðum.
  • Lokið fyrir gaskúta við eldavélar og grill. Metið hvort loka skuli fyrir inntak vatns (heitt og kalt) og rafmagns en hafið í huga að mikið frost getur valdið frostskemmdum.
    Sé ákvörðun ykkar að hafa rafmagn í húsinu:
    • Skiljið eftir ljós í forstofu og við útidyr.
    • Aftengið öll rafmagnstæki frá straumgjafa og loftnet á sjónvarps- og útvarpstækjum.
  • Munið að klæðast vel


Nágrannahjálp
Athugið hvort nágrannar ykkar þurfi aðstoð.

Akið með fyllstu aðgát
Haldið af stað í samræmi við gefin fyrirmæli og fylgið umferðarstraumnum. Akið með fyllstu aðgát.

Gangandi flóttafólk
Takið gangandi flóttafólk með ykkur, ef rými er í bílnum.

Hlustið á útvarp
Farið í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Hlustið á útvarp, sjá senditíðnir útvarps.

Fjöldahjálparstöð
Haldið tafarlaust til næstu fjöldahjálparstöðvar og gefið ykkur fram þar.

Ekkert flutningstæki
Þeir sem ekki hafa eigið flutningstæki skulu koma sér að næstu fjöldahjálparstöð þar sem flutningar eru skipulagðir.

Athugið: Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín. Almannavarnir í héraði opna fjöldahjálparstöð og halda skráningu um dvalarstaði fólks þar til því er heimilt að fara til síns heima.

Þeir sem ekki eiga kost á því að koma sér burt á eigin spýtur:

Tilkynnið um þörf á aðstoð
Tilkynnið að þörf sé á aðstoð við að komast út af svæðinu til næstu lögreglustöðvar eða fjöldahjálparstöðvar.

Ekkert símasamband
Sé símasambandslaust skal hengja áberandi hvíta veifu út um glugga sem snýr að aðalgötu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica