Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjóþekja er víða óstöðug um allt land og hefur skafið mikið víða. Veikleikar hafa fundist í snjógryfjum í öllum landshlutum og gæti tekið nokkra daga fyrir snjóþekju að jafna sig á sumum stöðum. Þó er spáð áframhaldandi NA snjókomu sem ýtir undir óstöðugleika á austan- og norðanverðu landinu ásamt Vestfjörðum. Mörg náttúruleg flekaflóð hafa fallið bæði fyrir vestan og norðan en tvö snjóflóð hafa farið af stað með fjarbroti eftir vélsleða síðustu daga á norðurlandi. Fólk á ferð til fjalla er hvatt til þess að sýna aðgát og forðast brattar brekkur.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. mar. 12:07

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Viðvarandi norðaustlægar áttir á landinu yfir helgina og talsverðri snjókomu spáð á norðanverðu landinu á sunnudag. Áframhaldandi frost um allt land allt að -14 efst til fjalla fyrir norðan.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. mar. 12:02


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica