Persónuvernd

Persónuvernd á vedur.is

Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá Veðurstofu Íslands er í samræmi við persónuverndarstefnu Veðurstofunnar sem byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga á vedur.is

Vefsvæði Veðurstofunnar safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Umferð um svæðið er mæld með Google Analytics og Modernus teljaranum sem nýta vefkökur (cookies) en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar.

Innsend gögn

Þegar notandi sendir okkur almenna fyrirspurn í gegnum vefform er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum svarað fyrirspurninni (á borð við nafn, netfang og símanúmer). Það sama á við ef fyrirspurn er send með tölvupósti.

Eftir að almenn fyrirspurn hefur borist okkur er unnið með upplýsingarnar í samræmi við persónuverndarstefnu Veðurstofunnar.

Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er í skýjalausn innan Evrópu [á vefþjóni staðsettum á Íslandi]. Innsendum gögnum er eytt úr vefkerfinu innan 180 daga og þar fer ekki fram nein frekari söfnun eða úrvinnsla gagna en fyrirspurnir eru vistaðar í skjalavörslukerfi Veðurstofunnar á vefþjóni staðsettum á Ísland og skilað til þjóðskjalasafns til varðveislu í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. 

Þegar notandi sendir okkur tilkynningu um jarðskjálfta, vatnsflóð, veðurfyrirbrigði eða snjóflóð er beðið um upplýsingar um tilkynnanda og eru þær upplýsingar geymdar í gagnagrunni Veðurstofunnar til frambúðar en unnið er með upplýsingarnar í samræmi við persónuverndarstefnu Veðurstofunnar.

Þegar óskað er eftir veðurvottorði er auk ofangreindra upplýsinga óskað eftir kennitölu til þess að hægt sé að senda reikning á beiðanda.

Persónuverndarfulltrúi

Hlutverk persónuverndarfulltrúa er að upplýsa viðkomandi stofnun eða fyrirtæki og starfsmenn þeirra um skyldur samkvæmt persónuverndarlögum, sinna þjálfun starfsfólks, framkvæma úttektir, veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar. Persónuverndarfulltrúi tekur jafnframt á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem verið er að vinna með upplýsingar um. Þá skal persónuverndarfulltrúinn vera tengiliður við Persónuvernd og vinna með henni, sem og fylgjast með því að farið sé að persónuverndarlögum.

Persónuverndarfulltrúi er Hrafnhildur Valdimarsdóttir. Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 522-6000 eða senda tölvupóst á netfangið personuvernd@vedur.is.


Nýjar fréttir

Tíðarfar í nóvember 2019

Nóvember var óvenju hægviðrasamur og tíð hagstæð. Óvenju þurrt var um landið norðanvert og var mánuðurinn víða þurrasti nóvembermánuður um áratugaskeið. Að tiltölu var kaldast á Norðausturlandi en hlýrra vestantil á landinu.

Lesa meira

Eldfjallavefsjá á íslensku opnuð í dag

Það er við hæfi að velja fæðingardag Jónasar til opna aðgang að íslenskri eldfjallavefsjá. Íslensk eldfjallavefsjá – www.islenskeldfjoll.is - er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit þar sem er að finna heildaryfirlit um virkar eldstöðvar á Íslandi, alls 32 talsins, öllum aðgengileg á ensku og nú á íslensku!  Eldfjallavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra með aðkomu fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga sem hafa lagt verkefninu lið.

Lesa meira

Fylgst hefur verið með skaflinum í Gunnlaugsskarði síðan á 19. öld

Fylgst hefur verið með skaflinum í Gunnlaugsskarði síðan á 19. öld og til eru skráðar samtíma athuganir frá því skaflinn tók upp á því að hverfa kringum 1930. Helstu niðurstöður eru þær að skaflinn hvarf líklega aldrei eftir 1850 þar til hann hvarf í fyrsta skipti svo vitað sé árið 1929. Á tímabilinu 1932 til 1947 hvarf skaflinn oftast og svo nokkrum sinnum til 1964. Frá 1965 til 1997 hvarf skaflinn aldrei en yfirleitt alltaf 1998  til 2012. Það virðist mjög greinilegt að á köldu tímabilunum lifir skaflinn og þá þeim hlýju hverfur hann.

Lesa meira

Jöklafræðingar hittast á Íslandi

Á dögunum héldu Veðurstofan, Jarðvísindastofnun Háskólans og Alþjóðlega Jöklarannsóknafélagið árvissa ráðstefnu jöklafræðinga og jarðvísindafólks á Norðurlöndunum í Reykholti. Framhaldsnemar og vísindamenn sýndu þarnýjustu niðurstöður rannsókna á jöklakortlagningu, hreyfingu jökla, jöklajarðfræði og náttúruvá sem tengist jöklabreytingum en einnig voru kynnt verkefni sem snúa að vísindamiðlun og hafa víðari skírskotun í samfélagslegu tilliti.

Lesa meira

Tíðarfar í október

Tíð í október var nokkuð sveiflukennd. Í mánuðinum voru allmargir hlýir dagar en einnig kaldir dagar á milli. Að tiltölu var hlýjast vestanlands en svalara og úrkomusamara norðan- og austanlands. Fyrsti snjór vetrarins féll á Norðurlandi.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica