Afrennsliskort

Afrennsliskort

Norrænar vatnsauðlindir sem nýtast nú og til framtíðar voru kortlagðar með stuðningi norrænna orkurannsóknarsjóða innan vébanda verkefnisins Veður og orka (2003-2006), sem rannsóknar- og menntastofnanir á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum áttu hlut að. Meðal afurðanna er fjöldi korta sem byggja á uppstillingu loftslagsaðstæðna og vatnafræðilegri líkangerð og sýna vatnsbúskapinn við aðstæður nú og í framtíðinni (Beldring et al., 2006).

Kortin taka til svæðisbundinna loftslagsaðstæðna á fjórum stöðum og eru árangur af tvenns konar líkangerða (APGCM líkön) fyrir almenna hringrás loftslags að viðbættri losun tveggja gróðurhúsagastegunda (A2 og B2). Eftir að skýrsla kom út (Fenger, 2007; Jóhannesson et al., 2007; Jónsdóttir, 2007) hafa kort sem eiga við Ísland verið uppfærð í samræmi við nýja stillingu WaSiM-ETH vatnafræðilíkansins sem er notað fyrir Ísland.

Sterkt samband er milli rafmagnsframleiðslu og afrennslis á Norðurlöndum og mat á breytingum afrennslis við breyttar aðstæður í andrúmslofti er undirstaða þess að hægt sé að meta hugsanlega vatnsorkuframleiðslu í framtíðinni. Kortin geta lagt grunn að slíku mati.

Íslensk afrennsliskort

Afrennsliskort fyrir Lettland

Norræn afrennsliskort





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica