2010

Haf- og borgarístilkynningar 2010

Hér eru í tímaröð tilkynningar frá skipum um borgarísjaka, ásamt upplýsingum um hafís frá Veðurstofu Íslands og úr ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar. Nýjustu tilkynningarnar eru efst.

Tilkynningar í tímaröð

30-12-2010 kl. 00:09 Skip

Skip tilkynnir um borgarísjaka á 66°00.5N 020°54.7V.  Rekur hann í SA-átt á um það bil 0.5 sml á klukkustund. 

29-12-2010 kl. 20:30  Skip

Skip tilkynnir um borgarísjaka á 66°01.3N 020°58.3V og er hann á suðausturleið.

29-12-2010 kl. 14:30 Litla-Ávík á Ströndum

Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík er nú komin ca 8 km A fyrir Reykjaneshyrnu og virðist reka í ASA.

28-12-2010 kl. 13:50 Litla-Ávík á Ströndum

Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu, íshrafl sem er í kringum jakann gæti verið hættulegt skipum og bátum.

Landhelgisgælan útbjó kort sem sýnir staðsetningu borgaríssins.

hafis_28_12_2010

22-12-2010 kl. 14:45 Litla-Ávík á Ströndum

Borgarísjaki sést frá stöðinni ca 12 km NNA af stöðinni og um það bil 6 km austur frá Selskeri. (mynd tekin af Jóni Guðjónssyni)

Borgaris-Litlu-Avik-22-12-2010

20-12-2010 kl. 13:19 Landhelgisgæslan

Í dag var farið í ískönnunarflug um Vesturmið. Komið var að hafís norður af Vestfjörðum og meginísinn kortlagður með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Megin ísröndin liggur djúpt undan Vestfjörðum en ísdreifar geta verið víða á Vestfjarðamiðum. (sjá mynd). Nánari upplýsingar um ísröndina má finna í skýrslu Landhelgisgæslunnar.

Hafis-20-12-2010

19-12-2010 kl. 12:26 Skip

Stærðar jaki á stað 65°24.6´N ? 025°44.8´V. Jakinn sést vel í ratsjá, en gæti verið hættulegur skipum.

18-12-2010 kl. 15:34 Landhelgisgæslan

Farið var í eftirlits- og hafískönnun undan Vestfjörðum. Í ljós kom að hafís er mun fjarri landi en í síðustu könnun á flugvélinni þann 14. desember. Ísrönd sjáanleg á ratsjá liggur um eftirfarandi staði:

  1. 66°04N ? 27°40V
  2. 66°16N- 26°13V
  3. 66°24N- 25°38V
  4. 66°44N-25°02V
  5. 66°46N- 25°22V
  6. 66°54N-25°21V
  7. 67°09N-24°20V
  8. 67°29N-23°55V
  9. 67°40N-22°46V

Stakir ísjakar eru við ísröndina, á siglingarleiðinni fyrir Húnaflóann er borgarísjaki á Stað: 66°21.0N 021°19.0W og annar líklega landfastur undan Hælavíkurbjargi á stað: 66°26.N 022°20.0W.

lhg_20101218

18-12-2010 Litla-Ávík á Ströndum

Smá íshrafl var að finna í fjöru í Litlu-Ávík við birtingu í morgun, eins og eftirfarandi myndir bera með sér. Samkvæmt Jóni G. Guðjónssyni í Litlu-Ávík er eins og einn lítil hafísjaki hafi komið inn í gærkvöld eða í nótt og splundrast við svonefnd Hjallsker.

litla_avik_1

litla_avik_2

16-12-2010 kl. 20:26 Skip

Skip tilkynnir um íshrafl á 66.37,61N 21.44,65V sést í radar.

16-12-2010 kl. 14:39 Landhelgisgæslan

Ískönnun TF GNÁ.
Komið í íshrafl og smá jaka á stað 66°25,5N 023°43,7V, að ísspöng með þéttleika 4-5/10 á stað 66°33,7N 023°57,4V. Fylgt spönginni til suðvesturs á stað 66°25,8N 025°04,9V, þaðan liggur ísspöngin í 240° réttvísandi. Austan við þessa punkta eru stakir jakar og íshrafl en norðan og vestan við þéttist ísinn mjög.

Kort (pdf) fylgir þessari tilkynningu.


16-12-2010 kl. 10:14 Skip

Bátur tilkynnti um íshrafl frekar þétt, ekki hægt að sigla á milli. Staðsetning 66°25N-023°45V og eitthvað norðurúr.

16-12-2010 kl. 01:39 Skip

Komum að ísspöng nokkuð þéttri ca 5/9 að þéttleika 53 sml Vestur af Deild staður 66.15N 025.44V. Um 50 sml V af Deild eru stakir jakar sem sjást í ratsjá (sléttur sjór) geta verið hættulegir skipum. Spöngin liggur í NNA og virðist spöngin vera um 5 sml breið og ekki eins þétt þegar sunnar dregur og þynnri vestar. Á stað 66.13N og 26.00V íshrafl vestur úr.

15-12-2010 kl. 00:30 Skip

Skip tilkynnti um ísjaka á stað 67-10,45N 020-14,7V, hæð 20-30 metrar ofan sjólínu, íshrafl í kring að þéttleika 3/10. Jakinn sást vel í ratsjá.

15-12-2010 Landhelgisgæslan

Óformleg ískönnun var gerð og kom eftirfarandi í ljós. Ísröndin samkvæmt ratsjá TF-SIF

1) 68 03.0N 17 19.0W

2) 67 41.0N 18 19.0W

3) 67 36.0N 19 09.0W

4) 67 21.0N 19 43.0W

5) 66 53.0N 20 21.0W

6) 66 45.0N 19 58.0W

7) 66 38.0N 20 42.0W

8) 67 02.0N 21 15.0W

9) 67 05.0N 21 52.0W

10) 66 57.0N 22 32.0W

11) 67 00.0N 23 00.0W

12) 66 38.0N 25 00.0W

13) 66 30.0N 26 40.0W

RADAR-20101214-235602-0000-025

Næst landi var ísinn á eftirfarandi stöðum:

1. 48 sjml vnv af Grímsey.

2. 46 sjml ana af Horni.

3. 34 sjml norður af Skagatá.

4. 25 sjml nnv af Sraumnesi.

13-12-2010 Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í dag. Næst landi var meginísinn á eftirfarandi stöðum eins og sjá má á myndinni:

1. 53 sjml VNV af Grímsey.

2. 32 sjml NNV af Skagatá.

3. 32 sjml ANA af Hornbjargi

4. 25 sjml norður af Hornbjargi.

5. 20 sjml VNV af Straumnesi

6. 30 sjml VNV af Barða.

hafis-13-12-2010

13-12-2010 kl. 02:10 Skip

Skip tilkynnir um ístungu sem er á stað 6655N - 01946V og liggur þaðan nánast beint í vestur. Mjög þétt og sést vel í radar.

13-12-2010 kl. 01:30 Skip

Skip tilkynnti um ís á stað 6701N - 02015V og liggur í SV þaðan og NA frá þeim stað að 6709N - 02003V, lengra sást ekki. Mjög þéttur og sést vel í radar. Nefnir vökina sem sást á mynd sem tekin var í ískönnunarfluginu (vökin sem er NA á þeirri mynd) telur þetta vera þá vök sem komin er á þennan stað núna.

12-12-2010 Landhelgisgæslan

Í dag fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug. Næst landi er ísinn 31 sml. NV- af Barða, 25 sml. NV- af Straumnesi, 19 sml. NA- af Horni og 43 sml. NNV- af Skagatá. Stakir jakar og ísspangir liggja út frá megin ísjaðrinum. Siglingarleiðin fyrir Horn er vel fær sunnan við ísjaðarinn en sjófarendur skyldu fylgjast vel með stökum jökum á þessari leið. Innan við meginjaðarinn var þéttleikinn víðast 4-6/10 og 7-9/10. Þá voru spangir með þéttleika 10/10.

Meginröndin lá um eftirtalda staði.

1. 67°47.0N 023°02.0W

2. 67°31.0N 023°17.0W

3. 67°25.0N 023°44.0W

4. 67°11.0N 023°26.0W

5. 67°19.0N 021°36.0W

6. 67°13.0N 020°23.0W

7. 67°06.0N 020°15.0W

8. 66°47.0N 020°51.0W

9. 66°41.0N 021°57.0W

10. 66°53.0N 021°55.0W

11. 66°58.0N 022°54.0W

12. 66°47.0N 023°45.0W

13. 66°41.0N 024°05.0W

14. 66°42.0N 024°23.0W

15. 66°27.0N 024°36.0W

16. 66°22.0N 025°05.0W

17. 66°23.0N 025°31.0W

18. 66°10.0N 026°18.0W

19. 66°07.0N 026°40.0W

20. 66°15.0N 027°04.0W

21. 66°02.0N 027°24.0W

22. 65°51.0N 027°42.0W

23. 65°51.0N 028°17.0W.

Þaðan lá ísröndin til vesturs.

Kort af hafís sem sást í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar 12. desember 2010
Hafís norður af Vestfjörðum
Landhelgisgæsla Íslands útbjó kortið. Næst landi er ísinn 31 sml. NV- af Barða, 25 sml. NV- af Straumnesi, 19 sml. NA- af Horni og 43 sml. NNV- af Skagatá.

10-12-2010 kl. 10:00 Tilkynning frá Veðurstofu Íslands

Hafís er um 10 sml norður af Horni. Víðast er ísinn gisinn eða mjög gisinn, en með mjög þéttum spöngum, hafísjökum og flekum inn á milli. Næsta sólarhringinn er búist við vestlægri átt á þessu svæði og má því gera ráð fyrir að ísinn þokist í austurátt og nær landi og geti verið varasamur fyrir sjófarendur. Á sunnudag er búist við suðvestlægri vindátt og þá má gera ráð fyrir að ísinn berist lengra í austurátt.

Hafís des. 2010

10-12-2010 kl. 6:00 Skip

Skip tilkynnir um um íshellu 10 sml N af Horni á stað 66.38N 022.23V, 9/10 að þéttleika ófær skipum. Rekur í líklega í austur. Sést vel í radar.

07-12-2010 kl. 19:50 Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í dag í könnunarflug og lá ísröndin næst landi 21,7 sml frá Horni, 25,3 sml frá Straumnesi og 43,6 sml frá Barða. Var tungan, sem lá fyrir norðan land, gisin og var einungis tunga sem lá út frá ísröndinni milli Íslands og Grænlands. Það var ekki fyrr en komið var talsvert vestar sem ísinn varð verulega þéttur. Í kringum borgarísjakana var ísinn samfrosta en greinilegt var að talsverð nýmyndun á ís hefur verið undanfarið. Fyrir utan ísröndina voru ísdreifar sem náðu á köflum 0,5-1,5 sml frá ísrönd.

Hér koma punktar á ísrönd:

1. 66°57,5N-021°54,9V

2. 66°48,4N-022°08,1V

3. 66°51,7N-022°15,2V

4. 67°01,5N-022°31,2V hér var byrjuð nýmyndun íss

5. 67°04,2N-022°24,5V nýmyndun íss

6. 67°00,3N-022°40,5V nýmyndun íss

7. 67°03,0N-023°13,4V nýmyndun íss

8. 66°50,1N-023°28,0V nýmyndun ís og talsvert gisin

9. 66°48,2N-023°41,1V

10.66°47,6N-023°54,9V nýmyndun íss

11.66°49,8N-024°22,2V nýmyndun íss

12.66°46,8N-024°41,2V nýmyndun íss

13.66°29,0N-025°46,8V

Héðan lá röndin til vesturs. Einnig sáust stórir borgarísjakar á svæðinu og voru teknir staðir og hæð þeirra og voru eftirfarandi:

1. 66°58,9N-023°30,9V 90 fet 29,7m

2. 66°49,5N-025°05,7V 220 fet 72,6m

3. 66°44,3N-025°23,4V 330 fet 108,9m

4. 66°43,6N-025°37,6V 200 fet 66m

5. 66°31,7N-025°43,4V 180 fet 59,4m

Eins og sjá má voru þetta stórir borgarísjakar sem sjást vel á ratsjá, en inn á milli voru stórar íshellur sem ekki stóðu mikið upp úr sjó. Voru þær allar vel fyrir innan ísrönd svo ekki ætti að stafa hætta af þeim ef skip og bátar eru ekki að þvælast inn í ísinn. Sjá má staðsetningar borgarísjaka og ísjaðars á mynd hér að neðan sem Ingibjörg Jónsdóttir, Jarðvísindastofnun Háskólans, vann upp úr upplýsingum úr ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar og ratsjármynd frá ESA/Kiruna.

Hafis07122010

07-12-2010 kl. 15:00 Skip

Skip tilkynnir ís á siglingaleið norður af Horni. Þéttur ís liggur frá stað 66.48N-022.12V. Sést í ratsjá allt norður að 66.55N.

04-12-2010 kl. 14:10 Skip

Skip tilkynnti um ís á stað 67°07N-22°20V eða 36sjómílur N af Horni. Sjáum í N þétta og mikla spöng. Þunnt og dreift hrafl ca. 10 sjómílur SSA út frá spönginni. Sést illa í radar. Rekur hratt í austur.

30-11-2010 Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í könnunarflug í morgun og var hafís kannaður á radar kl. 10:52. Neðangreind mynd sýnir útlínur megin jaðarsins sem lá næst landi 47 sml. VNV af Straumnesi. Af radarmyndum að dæma er um að ræða frekar gisin ís en þó eru sennilega stakir jakar inn á milli. LHG_20101130_radar

29-11-2010 kl. 15:30 Tilkynning frá skipi

Hringur/TFIG tilkynnti um ísspöng á 67°00N - 24°02V. Kom að spönginni á þessum stað og gengur spöngin í vestur-suðvestur. Erfitt að átta sig á spönginni, ekki mjög þétt og sást illa í radar. Staðsetning um 40.9 sml norðvestur af Kögri, eða 16.7 sml. norðaustur frá þeim stað sem Gnúpur/TFAO tilkynnti um ísspöng kl. 14:37.

29-11-2010 kl. 14:37 Tilkynning frá skipi

Gnúpur/TFAO staddur á 66°50´N 24°36´V tilkynnti um ísspöng á Halanum. Spöngin liggur í NA-SV og gæti verið 10 sml á lengd, sennilega um 42.8-43 sml. norðvestur af Straumnesi.

22-10-2010 kl. 00:09 Tilkynning frá skipi

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson / TFNA var rétt í þessu að tilkynna um tvo borgarísjaka. Annar er á stað 67°39'N-023°46'V. Hinn er öllu stærri á stað 67°44'N-023°51'V. Enn sem komið er hefur ekki sést íshrafl í grennd við jakana. Báðir sjást vel í ratsjá.

30-08-2010 kl. 22:42 Tilkynning frá skipi

Skip tilkynnti um stóran borgarísjaka, sér hann í ratsjá í 12 sml fjarlægð, á stað 66°56'N 24°44,4'V, rekur hægt í V-átt. Þoka á svæðinu.

18-08-2010 kl. 12:10 Tilkynning frá skipi

Ísjaki á 66°12´67N 27°38´17V hreyfist suður 0,4 sml. Sést auðveldlega í ratsjá.

04-07-2010 kl. 14:30 Tilkynning frá skipi

Borgarísjaki á stað 66°25,6'N - 24°53,7'V og annan ekki eins stóran á 66°21,4N - 24°52,2V, sjást vel í radar. Litlir jakar eru á stangli umhverfis þá.

29-06-2010 kl. 12:39 Tilkynning frá skipi

Borgarísjakar í Þverál 66 58.294N 22 11.722V og annar í 66 56.730N 22 14.450V sjást vel í ratsjá.

22-06-2010 kl. 00:22 Tilkynning frá skipi

Sigldum í gegnum hafísspöng í kringum klukkan 23.30 21. júní. 66 49.33N 22 22.33V til 66 51.13N 22 09.41V. Þéttleiki 1-2/10, nokkuð stórir jakar inná milli (20-30m langir).

16-06-2010 kl. 13:30 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Síðustu daga hefur hafístunga borist með hafstraumi austur fyrir Hornstrandir. Þetta sést vel á gervitunglaradarmynd frá því í gærkvöldi 15. júní. Þéttur hafís mældist þá 40 sjómílur norður af Hornbjargi og 35 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Þegar slík hafístunga myndast þá fjölgar einnig borgarísjökum við húnaflóa og austur með ströndum norðurlands. Vert er að hafa allan varan á við þessar aðstæður.

hafis_asar_20100615_2244

14-06-2010 kl. 18:00 Veðurathugunarsöðin á Hrauni á Skaga

Stór borgarísjaki 10 til 11 sjómílur í norðvestur frá Skagatá.

14-06-2010 kl. 01:48 Tilkynning frá skipi

Skip tilkynnir um ísspöng 25 sjómílur norður af Horni. Ísspöngin liggur milli 66-59,5N - 022-24,0V og 66-54,4N - 022-23,5V. Þéttleiki 4/10 til 5/10. Íshröngl og stöku stærri ísjakar. Sést illa í ratsjá. Getur verið hættuleg skipum.

12-06-2010 kl. 03:06 Tilkynning frá skipi

Sólbakur/TFBC Pos 66°42.4'N - 024°15.6'V á austurleið. Eru að sigla í gegnum ísspöng. Um er að ræða hröngl með stöku stærri jökum. Spöngin liggur u.þ.b. N-S og er misþétt. Telur þéttleika geta verið 1/10 þar sem þéttast er. Er að verða kominn í gegnum þessa spöng en sýnist meira vera austar. Sést sæmilega í ratsjá a.m.k. ef sjór er sléttur eins og nú. Getur verið hættulegt í lélegu skyggni, sérstaklega skipum sem ekki eru styrkt til siglinga í ís. Telur rétt að vara við þessu því hann átti ekki von á ís á þessum stað. Veður: A3 og bjart.

23-05-2010 kl. 03:20 Tilkynning frá skipi

Komum að ísröndinni kl. 14:23 á stað 66°49'N og 23°38'V. Þaðan liggur ísinn suður í 66°41'N og 23°43'V. Teljum okkur vera komna suður fyrir ísröndina og erum að sveigja vestureftir.

20-05-2010 kl. 03:17 Tilkynning frá skipi

Kl. 02:00, komum að ísrönd á 67°28,22'N og 023°58,70'V. Þaðan liggur ísinn í 67°31'N og 023°35'V. Þaðan í 67°28,37'N og 023°25,15'V. Sést vel í ratsjá.

18-04-2010 kl. 20:56 Tilkynning frá skipi

Tunga ísspangar með þéttum ísjökum liggur frá 66°31N og 26°08V að 66°26N og 25°47V. Þaðan liggur tungan í 025°að 66°32N og 25°40V og frá þeim stað a.m.k. 6 sml norður.

Ísinn rekur í 250° ca. 1,8 sml á klst. Jakahröngl er með spangarröndinni.

07-04-2010 Landhelgisgæslan

Landhelgigæslan fór í ísflug nú rétt fyrir hádegi. Á meðfylgjandi mynd má sjá legu hafísrandarinnar. Hafísröndin var næst landi:

52 sml NV af Barða og

48 sml NV af Straumnesi.

iskort_20100407_1

05-04-2010 - kl. 19:00 Tilkynningar frá skipum um borgarísjaka

Þrjú skip tilkynntu um dreifða ísjaka á:

1. 67°21N og 21°40V

2. 67°27N og 21°16,7V

3. 67°21,7N og 21°47V

Jakarnir sáust illa eða ekki á radar.

04-04-2010 - kl. 13:30 Tilkynning frá skipi - Borgarísjakar

Stakir borgarísjakar voru á 67°24,6N og 23°04,6V og á 67°24,5N og 23°03,5V. Jakarnir sáust vel í radar.

10-02-2010 - Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug 10. febrúar. Ísröndin var næst landi 59 sml frá Straumnesvita og lá um eftirfarandi pkt.:

1. N66.43 W26.54

2. N66.38 W25.56

3. 66.41N W25.46

4. N66.53 W26.01W

5. 66.55 W25.33

6. N67.14 W24.26

7. N67.25 W24.25

8. N67.51 W22.43

9. N67.57 W22.21

10. N68.30 W22.09

11. N68.29 W19.44

og þaðan í N.

LHG_20100210

10-02-2010 - kl. 09:04 - Tilkynning frá skipi

Klukkan 06:35: komum að gisinni ísrönd á 66°11N og 26°59V. Þaðan lá hún í 66°13N og 26°44V og þaðan í NA.

21-01-2010 - kl. 16:15 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í hádeginu í dag (21. janúar, kl. 12:08) sést votta fyrir mjög dreifðum hafís í einungis um 13 sml fjarlægð NA af Hornbjargi. Hafísröndin út af Vestfjarðarmiðum stendur meira eða minna í stað í rúmlega 60 sml NV af Barða en þó vottar fyrir mjög dreifð hafís í rúmlega 50 sml NV af Straumnesi.

Hafis_20100121_1208

21-01-2010 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gærkvöldi, 20. janúar kl. 22:34 sést dreifður hafís um 17 sml N af Hornbjargi. Þéttar ísspangir sem sést hafa á síðast liðnum dögum eru að leysast upp og vottar í kjölfarið fyrir dreifðum hafís á mjög útbreiddu svæði N af Húnaflóa.

Fram yfir helgi verður austan- og suðaustanátt ríkjandi á svæðinu og því ætti hafísinn af fjarlægjast enn frekar.

Hafis_20100120_2234

20-01-2010 - Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug miðvikudagskvöldið 20. janúar. Ísdreifar sáust á ratsjá N af Horni, þó ekkert sem hægt var að kalla samfellt. ísröndin var næst landi 50 sml NV af Straumnesi, 54 sml NV frá Barða og 67 sml NV frá Látrabjargi.

LHG_20100120

20-01-10 - kl. 11:50 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gærkvöldi (19. janúar kl. 23:05) sést að hafísinn út af Vestfjörðum stendur nánast í stað.  Hann mælist nú rúmlega 53 sml norðvestur af Barða og í rúmlega 48 sml norðvestur af Straumnesi.  Gervihnattamyndin nær ekki yfir svæðið norðan við Húnaflóa, en samkvæmt ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar frá því í gær eru þéttar hafísspangir enn þá mjög nálægt Ströndum (uþb. 15 sml+).

Hafis_20100119_2305

 

19-01-2010 - Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug þriðjudaginn 19. janúar.

Komið var að ísbreið út af Húnaflóa.  Um var að ræða þéttar ísspangir og gisinn ís á milli. 

Veður á svæðinu var 12-15 m/s (25-30 hn) og léttskýjað.

Lega íssins út af Húnaflóa:

 LHG_20100119

19-01-2010 - kl. 15:47 - Tilkynning frá skipi

Erum staddir á 66°27,8N og 21°57,7V. 600 faðmar í ísrönd.  2-3 sml NA mun þéttari ís. 

Vindur: Austan 8-10 m/s.

19-01-2010 - kl. 12:30 - Tilkynning frá skipi

Erum staddir á 66°27,2N og 22°02,8V. 

Sjáum ísrönd á 66°28,5N og 21°58,3V sem teygir sig skv. radar í 2-2,5 sml frá vestri til austurs.  Ísröndin hreyfist í norðurátt. 

Gott skyggni var á staðnum.

19-01-2010 - kl. 11:00 - Tilkynning frá skipi

Ísrönd liggur í ANA frá 66°27,3N og 21°58,5V.

19-01-2010 - kl. 11 - Hafísfrétt frá Litlu-Ávík á Ströndum

Jakinn sem var NNA af Reykjavneshyrnu er farinn og er nú á milli Veturmýrarnes og Selskers og er að hverfa sjónum frá Litlu-Ávík.

19-01-2010 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gær kl. 12:02 sést að hafísröndin er um 50 sml NV af Barða og hafísspöng um 8,5 - 10 sml frá Hornströndum.  Gervihnattamyndin er í góðu samræmi við niðurstöður úr ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar.

Næstu daga verða suðaustan og austanátt ríkjandi.  Likur eru því á að ísinn fjarlægist landið.

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.

Hafis_20100118_1202

 

18-01-2010 - Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug á flugvél sinni mánudaginn 18. janúar. Sáust tvær ísspangir. Virðast þær hafa farið minnkandi og fjarlægst. Hafísinn var næstur landi um 8.5 sml, eins og kemur fram á myndum hér að neðan.

hafismynd_20100118

hafismynd2_20100118

18-01-2010 - kl. 15:00 - Hafísfrétt frá Litlu-Ávík á Ströndum

Hafísjakinn sem tilkynnt var um í gær virðist á sömu slóðum og stendur þar sennilega á grunnsæfi. Staðsetning jakans er ca. 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A frá Selskeri.

Mynd_LitlaAvik_20100118_1

 

17-01-2010 - kl. 17:00 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Hafísinn er nú mjög nærri Hornströndum, eins og sjá má af tilkynningnum sem hafa borist nú um helgina. Tvær spangir ná til lands og ekki er mælt með ferðum á svæðinu nema í björtu.

Næsta sólarhringinn verður fremur hæg SV átt á svæðinu og því er ekki búist við að hafísinn fjarlægist og eru jafnvel líkur á að hann komi enn nær vegna hafstrauma. 

Á þríðjudaginn og dagana þar á eftir lítur út fyrir strekkings suðaustanátt og eru þá líkur á að hafísinn færist fjær. 

17-01-2010 kl. 14:30 - Hafísfrétt frá Litlu-Ávík á Ströndum

Frekar lítill hafísjaki ca. 4-5 km NNA af Reykjavíshyrnu eða um 6 km A af Selskeri, sést illa nema í nokkurri hæð.

17-01-2010 - kl. 11:50 - Tilkynning frá skipi

Hafísrönd liggur frá stað um 2 sml N af Óðinsboða að stað 3,5 sml ASA frá Horni (66°26N og 21°16V).  Þaðan liggur ísröndin til NNA eins og séð verður.  Stakir jakar eru vestan við ísröndina. 

Tvær spangir ná til lands á svæðinu frá Óðinsboða, önnur útaf Smiðjuvík um:

1. 66°23N og 21°59V

2. 66°25N og 22°11V.  

Stakir jakar og dreifar eru sunnan og vestan við þessa línu.

Skyggni næst landi er 2-4 sml, en 0.5-1 sml til norðurs.

Hæg SV átt er á svæðinu.

Skipstjóri mælir gegn ferðum um svæðið nema í björtu. 

 

16-01-2010 - Landhelgisgæslan

Laugardaginn 16. janúar fór þyrla Landhelgisgæslunnar í ískönnunarflug.  Var flogið norður Húnaflóann og fyrir Vestfirðina.

Ísröndin var næst landi:

17,5 sml A af Horni

12,5 sml N af Drangaskeri

16 sml NNA af Þaralátursnesi.

 

Einn stakur ísjaki sást í Húnaflóanum á stað:

66°12,7N og 21°16,3V. 

Komið var að ísröndinni út af Húnaflóa og henni fylgt til vesturs um eftirtalda staði:

1. 66°22,7N 21°18,2V og þaðan lá ísröndin réttvísandi í 60°

2. 66°23,6N 21°20,8V

3. 66°23,6N 21°27,4V

4. 66°25,5N 21°28,8V

5. 66°26,5N 21°41,9V og þaðan lá ísröndin í norður og norðaustur.  

 

Ísinn var ca. 7-9/10 að þéttleika þar sem ísröndin var, en stöku smájakar vour um 1-2 sml út frá ísröndinni.  Á svæðinu var þónokkur þoka eða u.þ.b. 1-2 sml skyggni og því ekki gott að gera nákvæma grein fyrir hversu langt ísinn dreifðist.  Einnig sást ísinn mjög illa á radar þar sem útkoman á svæðinu truflaði raðdarskilyrðin. 

 

Þegar flogið var frá ísröndinni í átt að Hornbjargi mátti sjá ísdreifar hér og þar á flugleiðinni að Horni.  Ísdreifarnar voru sjáanlegir um eftirtalda punkta:

1.  66°26,7N 21°46,0W
2.  66°26,3N 21°49,6W
3.  66°26,4N 21°52,7W
4.  66°26,8N 21°55,0W
5.  66°26,5N 22°00,7W
6.  66°25,8N 22°00,7W
7.  66°27,5N 22°03,5W
8.  66°27,2N 22°07,4W
9.  66°28,0N 22°11,1W
10. 66°27,0N 22°12,5W
11. 66°26,2N 22°14,0W
12. 66°25,5N 22°14,7W
13. 66°26,6N 22°19,4W

 

Veður á svæðinu:  NA 10-18 m/s (20-35 hútar) og rigning.  Skýjafar fór stundum niður undir 300 FT.  Lélegt skyggni.

 

15-01-2010 kl. 18:30 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í hádeginu í dag kl. 11:56 sést hafísröndin ágætlega.

Gisinn ís er um 15 sml frá Hornbjargi, en hafístunga teygir sig suður í átt að Ströndum og hefur færst aðeins nær landi frá því í gær og er nú um 14 sml frá landi.  Hafístunga er svo um 21 sml frá Straumnesi.  Takið eftir að einnig vottar fyrir mögulegum stökum jökum út frá Barða. 

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.

Hafis_20100115_1156 

14-01-2010 kl. 12:30 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gærkvöldi (13. janúar) kl. 22:45 sést að gisinn ís er um 12 sml frá Hornbjargi og ístunga með þéttum ís er um 17 sml út frá Geirólfnúpi.  Ístungan sem teygir sig í átt að Straumnesi hefur fjarlægst og er nú 24 sml frá landi.

Austlæg átt verður í dag og á morgun, en á laugardag norðlæg átt.  Á sunnudag og fram á mánudag er búist við suðvestanátt, en eftir það er útlit fyrir að austlæg átt verði ríkjandi. 

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát. 

Hafis_20100113_2254 

14-01-2010 kl. 01:45 - Tilkynning frá skipi

Ísrönd liggur 2,5 sml í N frá stað 66°34,76N og 24°55,04V.

13-01-2010 kl. 11:30 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því í gær kl. 14:00 sést ístunga sem teygir sig í átt að Straumnesi og er um 13 sml frá landi.  Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát. 

Hafis_20100112_1400 

12-01-2010 kl. 18:15 - Tilkynning frá skipi

Við silgdum meðfram ísrönd um eftirtalda punkta:

1. 66°53N og 19°58V

2. 66°45N og 20°44V

3. 66°37N og 20°54V

Þaðan lá ísröndin í 260°.

12-01-2010 kl. 15:30 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Gervihnattamyndirnar hér að neðan sýna hafísröndina í gær á hádegi (neðri myndin) og í dag á hádegi (efri myndin). Hafísröndin er næst landi 20 sml VNV af Straumnesi og 20 sml N frá Horni. Stakir jakar og rastir geta þó verið nær landi.

Næstu daga verður austlæg átt rikjandi og því er búist við að ísinn reki vestur á bóginn.

Þriðjudagur 12. janúar kl. 11:51

Hafis_20100112_1151

Mánudagur 11. janúar kl. 12:15

Hafis_20100111_1215

 

11-01-2010 kl. 19:00 - Tilkynning frá skipi

Ísspöng er á 66°25N og 25°09V og liggur hún í NA. Silgdum meðfram spönginni frá 66°33N og 24°53V og náði hún að 66°36N og 24°45V.  Ísspönginn liggur upp Djúpálinn, en þar er gisinn ís.  Annars staðar á svæðinu er um þéttari ís að ræða.

10-01-2010 - Landhelgisgæslan

Sunnudaginn 10. janúar 2010 fór þyrla Landhelgisgæslunnar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.

Ísröndin var næst landi á:

53 sml VNV af Barða.

25 sml NV frá Straumnesi.

26 sml NNV frá Horni.

kl. 13:49 á 66°24,8N og 25°46,4V var komið að ísröndinni og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:

1. 66°25N-025°46W
2. 66°26N-025°47W
3. 66°34N-024°39W
4. 66°41N-024°24W
5. 66°46N-024°32W
6. 66°43N-024°04W
7. 66°47N-023°53W
8. 66°46N-023°47W
9.   66°54N-023°30W
10.  66°51N-022°59W
11.  66°54N-022°40W
12.  67°15N-021°54W
13.  67°28N-021°56W
14.  67°05N-021°40W
15.  67°00N-021°28W
16.  67°16N-020°53W

Var ísinn alveg samfrosinn en sjá mátti vakir fyrir innan hann inn á milli.  Ísfluginu var hatt á stað

66°59.7N-021°30.9V og lá ísröndin til NA.

Á svæðinu var SSV átt og 20 hnútar (~10 m/s).

 

LHG_20100110_2a

 

09-01-2010 kl. 02:00 - Tilkynning frá skipi

Komum í íshrafl á 67°24N og 20°32V. Sigldum út úr þessu á stað 67°20N og 20°21V. Stöku jakar innanum sem sjást vel í radar.

08-01-2010 kl. 17:10 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamynd frá því kl. 12:16 sést að hafísinn er um 19 sml VNV af Straumnesi og um 27 sml NV af Horni. Ísspangir og rastir geta verið nær landi.

Fram á þriðjudag er búist við sunnan- og suðvestanátt á svæðinu og eru því líkur á að hafísröndin færist nær Vestfjörðum og ógni jafnvel siglingarleiðinni frá Barða að Straumnesi.   Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát.

Á þriðjudaginn lítur út fyrir austlæga átt og þá ætti ísinn að færast í vestur og fjarlægjast smám saman.

 

Hafis_20100108_1216

08-01-2010 kl. 11:45 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Á gervihnattamyndinni frá því í gærkvöldi (7. janúar) kl. 22.43 sést hafísröndin ágætlega. Ísröndin virðist vera um 22 sml NA af Horni og um 20 sml NV af Straumnesi.  Vegna skýjahulu er erfitt að greina hvort að einhver ís liggi nær landi. 

Sjófarendur eru beðnir að fara að öllu með gát.

Hafis_20100107_2243

 

08-01-2010 kl. 00:00 - Tilkynning frá skipi

Erum á 67°24N og 23°33V.  Höfum silgt í kvöld meðfram ísrönd um eftirtalda punkta:

1. 67°14N og 21°35V

2. 67°15N og 22°00V

3. 67°22N og 22°35V

4. 67°18N og 23°28V

5. 67°30N og 23°24V

Erum nú staddir í einskonar flóa, þar sem ís er sunnan og norðan við okkar.  Erum á siglingu norðaustur og austnorðaustur út úr ís-flóanum.

 

07-01-2010 kl. 18:00 - Tilkynning frá skipi

Höfum silgt með þéttri ísrönd frá 67°10N og 21°13V af stað 67°18N og 21°53V.  Ísröndin er samföst og þétt, engin klakadreif.

 

07-01-2010 kl. 17:20 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Hafísinn nálgast nú mjög Vestfirði. Næstu daga verður suðvestan- og sunnanátt á svæðinu og hætt er við að siglingarleiðin við Vestfirði lokist á næstu dögum.  Gera má ráð fyrir að hafísröndin verði um 10-12 sml frá landi á morgun (8. janúar) og ógni siglingaleið frá Barða norður á Straumnes. 

Á þriðjudag er búist við að vindátt verði austlæg, en þá mun hafísinn reka til vesturs og fjarlægjast.

 

07-01-2010 kl. 15:00 - Tilkynning frá skipi

Erum við ísrönd á 66°40N og 21°48V.  Ísröndin liggur i NA og hefur hreyfst talsvert í austur síðasta sólarhringinn.

07-01-2010 kl. 03:00 - Tilkynningar frá skipi

Ísrönd er frá 66°19N og 25°09V og liggur í NA.

06-01-2010 - Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og norður af Horni. Teknir voru punktar af ísröndinni. Ekki sáust neinir borgarísjakar né stakir ísjakar í fluginu. Ísröndin var næst landi:

18 sml NV af Barðanum.

20 sml NV af Straumnesi.

22 sml NA af Horni.

 

Aðalrönd íssins lá í gegnum eftirtalda punkta og að sjá var ísinn samfrosta 10/10:

1. 66°13,7‘N og 025°35,7‘V

2. 66°24,0‘N og 024°26.0‘V

3. 66°50,1‘N og 023°44,1‘V

4. 67°03,1‘N og 023°31,0‘V

5. 67°00,7‘N og 023°11,3‘V

6. 66°58,7‘N og 022°39,7‘V

7. 66°55,8‘N og 022°23,5‘V

8. 66°47,5‘N og 021°59,0‘V

9. 66°55,6‘N og 022°01,7‘V (Austasti punktur sem við mældum)

 

Út frá aðalrönd íssins lágu ís-totur eins og sést á teikningunni (hér að neðan).

Syðst lá samfrosta ís 10/10 og náði hann SA að stöðum:

1. 66°12,9‘N og 024°47,3‘V

2. 66°14,1‘N og 024°42,2‘V

 

Svo lá gisin ís-tota 4-6/10 frá aðalrönd íssins eins og sést á teikningunni í SA að stöðum:

1. 66°16,0‘N og 24°20,1‘V

2. 66°22,3‘N og 24°12,0‘V

 

Svo lá þéttur ís 7-9/10 í suður frá aðalrönd íssins eins og sést á teikningunni (það var mjög ógreinilegt hvar totan kom við aðalísröndina). En syðst náði þessi tota á stað:

1. 66°38,5‘N og 023°50,0‘V

LHG_20100110_3a

2. 66°40,0‘N og 023°42,0‘V

 

 

Við aðalísröndina og við ís-toturnar voru ísdreifar 1/10 á víð og dreif en ekki 100% skráðar.

Veður á svæðinu:  Norðan 10-15 hnútar (~5-8 m/s), alskýjað og gott skyggni.

 

06-01-2010 kl. 18:00 - 22:00 - Tilkynningar frá skipum

Eftirfarandi tilkynningar bárust í gærkvöldi um hafísrönd:

 

1.  kl:18:00 - Ísrönd er á 65°33N og 27°24V og liggur í A og NA.

2.  kl. 21:00 - Höfum silgd meðfram ísrönd frá:

                        65°34N og 27°08V að 65°40N og 26°18V. 

 

06-01-2010 kl. 12:24 - Tilkynning frá skipi

Skip kom að ísrönd á 65°47N og 28°58V og silgdi meðfram röndinni frá 65°51N og 28°30V að

65°52N og 28°16V.  Ísinn hreyfist hratt í austur átt.   

05-01-2010 kl. 21:21 - Tilkynning frá skipi

Ísrönd er á 66°10N og 25°10V, sem teygir sig í NA og V frá staðsetningunni. Ísinn hreyfist hratt í austur átt.

05-01-2010 kl. 18:15 - Tilkynning frá skipi

Skip statt á 66°16,36N og 24°57,8V sigldi meðfram ísrönd.  Um þéttan ís er að ræða og sést hann vel í radar.  Ísinn hreyfist í austur átt.

05-01-2010 kl. 17:00 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Meðfylgjandi gervihnattamynd er frá því kl. 12:11 í dag (5. janúar).  Ísröndin sést vel og er hún um 30-40 sml V og NV af Vestfjörðum.  Ísröndin er næst landi um 24 sml N af Kögri. 

Sem fyrr eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu.

 

Hafis_20100105_1211

 

05-01-2010 kl. 11:30 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Eftir að hafa kannað vel gervihnattamyndir frá því í gær þá bendir allt til þess að það sem var talið líkleg ístunga, sé í raun ský.

Gervihnattamynd frá því fyrr um daginn, þ.e. 4. jan. kl. 10:59 sýnir ísröndina vel (sjá mynd hér að neðan). Þar sést að ísröndin er um 30 til 40 sml V og NV af Vestfjörðum.  Ísspangir og rastir geta þó verið nær.  Einnig er rétt að minna á að ísröndin er um 18 sml N af Hælavíkurbjargi.

Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því má gera ráð fyrir að ísröndin færist nær landi.  Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu.

 Hafis_20100104_1059

 

04-01-2010 kl. 16:45 - Upplýsingar frá Veðurstofunni

Hafís er nú nálægt landi, eða um 30 sml NV af Straumnesvita og um 18 sml N af Hælavíkurbjargi (skv. tilkynningu hér að neðan). Á hitamynd, má sjá tungu VNV af Bjargtöngum sem líklega er ístunga.  Næst landi er hún um 13 sml frá Bjargtöngum. 

Næstu daga verður vestlæg átt ríkjandi og því getur ísinn færst nær landi. 

Sjófarendur á svæðinu eru beðnir um að fara að öllu með gát.

Hitamynd_20100104

 

 

04-01-2010 kl. 00:00 - Tilkynning frá skipi

Skip  tilkynnti um ísrönd á 66°29,19N og 24°59,2V.  Ísröndin teygði sig í ANA eða í 45°.

 

03-01-2010 kl. 23:45 - Tilkynning frá skipi

Skip tilkynnti um ísrönd á 66°50N og 22°36V.  Ísröndin teygði sig ANA og hreyfðist hratt í A átt.  Ísröndin sést vel í radar.

 

03-01-2010 kl. 00:50 - Tilkynning frá skipi

Skip tilkynnti um hafís:  Komum inn í ísspöng á stað 66°57N og 22°58V og liggur spöngin suður í 66°55N og 22°50V.  Komum út úr ísnum á stað 66°58N og 22°42V.  Þetta voru nokkrar spangir, ekki mjög þéttar en stórir klakar inn á milli.  

 

Annað skip statt á 66°42N og 23°19V telja sig sjá ísspöng fram undan.   





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica