Fréttir
ljósgjafi vitans - glerkúpul ber við himin og haf
Frá Stórhöfða. Þar er safnað sýnum til mælinga á gróðurhúsalofttegundum.

Fyrirlestur um loftslagsrannsóknir

Michael E. Mann

8.6.2012

Á Veðurstofu Íslands eru stundaðar rannsóknir á loftslagi og breytingum þess.

Starfsmenn Veðurstofu Íslands stýrðu vinnu Vísindanefndar um loftslagsbreytingar en skýrsla á vegum hennar sem gefin var út 2008 lýsir vel þeim breytingum sem eru að verða í íslenskri náttúru.

Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur haldið áfram að aukast síðustu ár, m.a. yfir Íslandi, en auking gróðurhúsalofttegunda er helsti aflvaki þeirra hnattrænu loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað.

Miðvikudaginn 13. júní flytur Michael E. Mann, einn þekktasti loftslagsvísindamaður samtímans, erindi í Háskóla Íslands. Hann mun þar tala um rannsóknir á loftslagsbreytingum, og umræðuna um loftslagsbreytingar, sem stundum er mjög úr takt við þær vísindarannsóknir sem æskilegt væri að umræðan byggði á.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica