Fréttir
Úrkomuspá fyrir aðfaranótt laugardagsins 31. ágúst 2013.

Enn útlit fyrir norðan illviðri

Væntanlegt norðan illviðri föstudaginn 30. ágúst og laugardaginn 31. ágúst

27.8.2013

Veðurstofunni 27. ágúst 2013 kl. 09:30

Hér fyrir neðan er uppfærð spá fyrir næstu daga. Enn er vakin sérstök athygli á mjög slæmri veðurspá í lok þessarar viku.

Veður er meinlaust frá þriðjudegi og út fimmtudag. Síðan er spáin eftirfarandi:

 Á föstudag
Breytileg átt 5-13 m/s fyrir hádegi og víða rigning. Gengur síðan í norðvestan 18-23 m/s NV-til á landinu með mikilli rigningu, en snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli. Norðvestan og vestan 15-23 á SV- og S-landi og rigning. Mun hægari vindur á A-verðu landinu og úrkomulítið. Hiti frá 1 stigi síðdegis NV-til, upp í 12 stig austast.

Á laugardag
Norðan og norðvestan 15-23 m/s fyrir hádegi, en hægari vindur NA-til. Talsverð eða mikil rigning  N-til á landinu, en snjókoma í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó. Úrkomulítið S-lands. Norðvestan 13-18 NA-til síðdegis með rigningu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu, en dregur úr vindi og úrkomu V-til. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitun N-til og frystir þar um nóttina.

Á sunnudag
Fremur hægir vindar, bjartviðri og kalt í veðri, en suðaustan 8-13 með rigningu S- og V-lands um kvöldið og hlýnar smám saman.

Þessi spá er unnin skv. nýjustu spá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF) sem byggð er á greiningu 27. ág. kl. 00:00.

Dálítilar breytingar hafa orðið á þessari spá miðað við sams konar spár gærdagsins.
Þessar eru helstar:

1. Það hefur hlýnað um 1-2°C og við það færist snjólínan ofar.

2. Versta veðrið (mesta úrkoman og mesti vindurinn) hefur færst af NA-landi yfir á NV-land.

 Ofantalin atriði munu skýrast betur þegar nær dregur og geta enn þróast á báða vegu.

Um er að ræða óveðurslægð sem spáð er að dýpki mjög hratt en óvissa í braut lægðarinnar veldur óvissu um það í hvaða landshluta veðrið verður verst. Ennþá er full ástæða fyrir íbúa á N-verðu landinu að vera við öllu búnir.

Vakthafandi veðurfræðingar:

Haraldur Eiríksson, Hrafn Guðmundsson og Teitur Arason

Sjá uppfærðar textaspár þegar nær dregur

 






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica