Eldgos í Eyjafjallajökli 2010

Eldgos í Eyjafjallajökli 2010

Gos varð í Eyjafjallajökli á fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar töluverðra jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni hófst það sem flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi og stóð frá 20. mars til 12. apríl. Hinn 14. apríl hófst síðan sprengigos í toppöskju Eyjafjallajökuls. Í því voru tveir fasar, sprengigos og flæðigos. Gosið stóð í 39 daga og því lauk 23. maí. Áður varð gos í Eyjafjallajökli  í desember 1721 og stóð til 1723.

Eldgosið mars-maí 2010 er stærsta gos sem þekkt í eldfjallinu; það framleiddi 0,27 km3 af fínum gosefnum og 0,023 km3 hrauns. Jökulhlaup flutti með sér nokkur þúsund m3/s aurs á fyrstu tveimur dögum gossins í toppgígnum.

mynd

Eyjafjallajökull 17. apríl 2010. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

Efni um gosið í Eyjafjallafökli, birt hér á vefnum

Veðurstofan birti töluvert af efni um eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli vorið 2010. Það er að finna í tenglum hér fyrir neðan.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica