Nýlegar rannsóknir

Öræfajökull - nýlegar rannsóknir

Hættumat vegna jökulhlaupa samfara eldgosum í Öræfajökli

Greining áhættu vegna jökulhlaupa samfara eldgosum í Öræfajökli var unnið af sérfræðingum á Veðurstofunni, Jarðvísindastofnun Háskólans og Almannavörnum ríkislögreglustjóra og kom út í formi skýrslna á ensku (2015) og íslensku (2016). Tenglarnir hér undir opna kynningarefni, þar sem hægt er að sækja heildartexta eða valda kafla.

  • Skýrsla á ensku
  • Bókin er á ensku og er um ítarefni að ræða en mikilvægt er að geta miðlað þessu málefni út fyrir landsteinana og jafnframt að geta nýtt erlenda þekkingu sem fyrir liggur.

    Heildartexti (pdf 23 Mb)

    Bókfræðilegar upplýsingar (pdf 180 Kb)

    Efnisyfirlit (pdf 7,9 Kb)

    Kafli I. Volcanogenic floods in Iceland: An exploration of hazards and risks (pdf 1,06 Mb)
    Bls. 7–16
    Emmanuel Pagneux, Sigrún Karlsdóttir, Magnús T. Gudmundsson, Matthew J. Roberts og Víðir Reynisson

    Kafli II. Öræfajökull Volcano: Geology and historical floods (pdf 5,43 Mb)
    Bls. 17–44
    Matthew J. Roberts og Magnús T. Gudmundsson

    Ágrip

    Kafli III. Öræfajökull Volcano: Eruption melting scenarios (pdf 3,33 Mb)
    Bls. 45–72
    Magnús T. Gudmundsson, Þórdís Högnadóttir og Eyjólfur Magnússon

    Ágrip

    Kafli IV. Öræfajökull Volcano: Numerical simulations of eruption-induced jökulhlaups using the SAMOS flow model (pdf 5,89 Mb)
    Bls. 73–100
    Ásdís Helgadóttir, Emmanuel Pagneux, Matthew J. Roberts, Esther H. Jensen og Eiríkur Gíslason

    Ágrip

    Kafli V. Öræfi district and Markarfljót outwash plain: Rating of flood hazards (pdf 2,35 Mb)
    Bls. 101–122
    Emmanuel Pagneux og Matthew J. Roberts

    Ágrip

    Kafli VI. Öræfi district and Markarfljót outwash plain: Spatio-temporal patterns in population exposure to volcanogenic floods (pdf 2,75 Mb)
    Bls. 123–140
    Emmanuel Pagneux

    Ágrip

    Kafli VII. Öræfajökull: Evacuation time modelling of areas prone to volcanogenic floods (pdf 2,96 Mb)
    Bls. 141–164
    Emmanuel Pagneux

    Ágrip

  • Íslensk samantekt
  • Í samantektini er gert grein fyrir öllum niðurstöðum verksins á Íslensku. Markmiðið er að þar séu aðgengilegar fyrir allan almenning á Íslandi.

    Heildartexti (pdf 138 Mb)

Helstu niðurstöður

  • Tvö gos eru þekkt frá því land byggðist, gosið 1727 og stórgosið 1362. Stór jökulhlaup fylgdu báðum gosum og manntjón varð. Sandur lagðist yfir svæði sem áður voru gróin, einkum í fyrra gosinu og áttu hlaupin án efa þátt í að gera Litlahérað óbyggilegt um tíma, þó gjóskufallið hafi sjálfsagt vegið þar þyngst á metunum. Hlaupin sem fylgdu gosinu 1362 eru talin hafa náð rennsli af stærðargráðunni 100.000 rúmmetrar á sekúndu meðan hlaupin sem komu 1727 voru sennilega ekki meira en um helmingur af því í hámarki.
  • Jökulhlaup sem tengjast gosum í Öræfajökli eru talin vera af þremur gerðum. Tveggja fyrstu gerðanna væri einkum að vænta í upphafi gosa:

    a. Hlaup sem verða vegna eldgosa í öskju Öræfajökuls þar sem ís er yfir 500 metra þykkur. Stórhlaup, af stærðargráðunni 100.000 rúmmetrar á sekúndu geta orðið í stórgosum eins og 1362. Jökulhlaupa af þeirri stærðargráðu væri að vænta niður Virkisjökul-Falljökul eða Kvíárjökul auk þess sem eitthvert vatn gæti komið niður Kotárjökul.

    b. Hlaup sem yrðu vegna sprungugosa í jökli þöktum hlíðum Öræfajökuls þar sem ísinn er 50–100 metra þykkur gætu náð hámarksrennsli á bilinu 1.000 – 10.000 rúmmetrar á sekúndu. Slík hlaup geta komið fram víðast hvar á svæðinu frá Virkisjökli austur um að Hrútárjökli.

    c. Hlaup gætu orðið í stórgosum vegna falls gosmakkar sem leiddi til gjóskuflóða, þar sem heit gjóska, 300–600°C, færi eftir yfirborði jökulsins á miklum hraða og bræddi ís og hjarn. Slík gjóskuflóð mynduðust í gosinu 1362. Rennsli gæti verið á bilinu 1.000–20.000 rúmmetrar á sekúndu. Í stórgosi gætu hlaup af þessu tagi komið fram frá Svínafellsjökli í vestri að Hrútárjökli eða Fjallsjökli í austri.

  • Jökulhlaup sem orsakast af eldgosum geta flokkast undir aurflóð og flutt með sér gríðarmikið af gosefnum og ís sem brotnar upp úr skriðjöklum í atganginum.
  • Stærstur hluti láglendis á svæðinu milli Skaftafellsár og Breiðár (340 km2) flokkast undir svæði sem hlaup kynnu að fara yfir, ef til goss kemur. Ósennilegt er að í hverju gosi fari hlaup yfir nema lítinn hluta svæðisins, en mjög fáir staðir geta talist öruggir.
  • Svæði sem hlaup kynnu að fara yfir, ef til goss kemur.

  • Aðdragandi jökulhlaupa vegna eldgosa getur verið mjög skammur og framrásarhraði þeirra mikill. Hlaup gætu náð að þjóðvegi 1 framan við helstu framrásarleiðir á 20–30 mínútum frá upphafi gosa.
  • Reiknaður lágmarkstími (í mínútum) frá upphafi goss í hlíðum jökuls þar til hlaup úr Fall- og Virkisjökli og Kotárjökli nær að þjóðvegi og áfram niður eftir (tímar eru sýndir sem hvítar jafntímalínur en við þjóðveginn sem hvítir punktar).

  • Jökulhlaup vegna eldgosa í Öræfajökli geta valdið fullkominni eyðingu mannvirkja og gróðurlendis þar sem þau fara yfir. Möguleg áhrif slíkra hlaupa á innviði og efnahag svæðisins gætu því orðið mikil.
  • Full rýming Öræfasveitar milli Skaftafellsár og Fjallsár tekur að lágmarki 35–40 mínútur.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar