Snjóflóð niður hlíð
Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki á Siglufirði í mars 2006.

Stærð snjóflóða

Veðurstofa Íslands 14.12.2006

Í gagnasafni Veðurstofu Íslands er stærð snjóflóða skráð skv. flokkun sem er upprunnin í Kanada. Flokkunin hefur lítillega verið staðfærð hvað varðar lýsingu á áhrifum flóðs. Í flokkuninni er gefinn dæmigerður massi flóðs í hverjum flokki í tonnum. Auk þess er í erlendu flokkuninni að finna dæmigerða skriðlengd og ástreymisþrýsting flóða á hverju stærðarþrepi.

Flokkarnir sem um ræðir eru eftirfarandi: massi 10 tonn, 100 tonn, 1000 tonn, 10.000 tonn og 100.000 tonn en frekari lýsingu má sjá í töflunni:

Flokkur  lýsing  massi
1 Spýja, sem varla getur grafið mann  10 tonn
2 Snjóflóð sem getur grafið mann  100 tonn
3 Snjóflóð sem getur grafið og eyðilagt fólksbíl, grafið vörubíl, skemmt hús eða eyðilagt minni byggingar  1000 tonn
4 Snjóflóð sem getur eyðilagt nokkur hús 10.000 tonn
5 Stærstu snjóflóð, geta eyðilagt mörg hús 100.000 tonn

Þessi stærðarflokkun snjóflóða er ekki alltaf auðveld vegna þess að áhrif flóða geta verið í ósamræmi við dæmigerðan massa þeirra eða rúmmál. Þarf þá að meta hvaða þáttur er látinn ráða flokkuninni.

Oft eru þunn, tiltölulega kraftlítil flóð flokkuð í stærðarflokka 1–2 þó svo að rúmmál þeirra sé meira en síðasti dálkur töflunnar gefur til kynna.

Til baka




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica