Hlíðarfjall

Hlíðarfjall

Vinnu við hættumat fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er lokið og má nálgast skýrsluna neðst á þessari síðu. Drög að hættumatsskýrslu og korti voru kynntar sveitarstjórn Akureyrarbæjar og síðan lögð fram á skrifstofum sveitarfélagsins til kynningar fyrir almenning. Engar efnislegar athugasemdir bárust.

Úrdráttur úr hættumatsskýrslunni:
Safnsvæði við lyftur og skíðaskálar í Hlíðarfjalli standast viðmið reglugerðar 636/2009
um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum. Snjóflóð eru aftur á móti tíð niður á
merktar skíðaleiðir á svigskíðasvæðinu. Einkum eru flóð tíð úr Hlíðarhryggnum niður í
Suðurdalinn, en einnig geta komið stór snjóflóð inn á skíðaleiðir sunnan Mannshryggjar,
og flóð geta náð endastöð Stromplyftu og efsta hluta hennar. Þar að auki er mikið skíðað utan merktra skíðaleiða í Hlíðarfjalli. Af þessum sökum er mikilvægt að daglegt eftirlit sé vel
skipulagt. Endurkomutími snjóflóða inn á merktar gönguskíðaleiðir er hvergi talinn vera
skemmri en 100 ár.

Matsvinna

  • Harpa Grímsdóttir (verkefnisstjóri), landfræðingur.
  • Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur.

Skýrslur og kort

Hér fyrir neðan er hættumatsskýrslan og meðfylgjandi kort í einu skjali.

Hættumatsskýrsla (pdf 15 Mb)






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica