Skarðsdalur og Hólsdalur

Skarðsdalur og Hólsdalur

Vinna við hættumat fyrir skíðasvæðin í Skarðsdal og Hólsdal er á lokastigi. Hættumatsskýrslan hefur verið kynnt sveitarstjórn og hefur verið lögð fram til kynningar fyrir almenning á skrifstofum sveitarfélagsins. Farið verður yfir þær athugasemdir sem kunna að berast áður en hættumatið verður staðfest af ráðherra. Nálgast má skýrsludrögin og tilheyrandi kort í gegnum hlekkina sem eru neðst á þessari síðu.

Úrdráttur úr hættumatsskýrslunni:

Svigskíðasvæði Siglfirðinga er í Skarðsdal sem afmarkast af Illviðrishnjúki í norðri og
Leyningssúlum í suðri. Neðsta skíðalyftan í Skarðsdal er á hættusvæði C vegna snjóflóða
úr Illviðrishnjúki, sem og neðstu 50 metrarnir af T-lyftunni. Tilheyrandi safnsvæði, þ.e.
raðasvæði, bílastæði og skíðaskáli, eru einnig á hættusvæði C. Þessi svæði standast því
ekki viðmið í reglugerð nr. 636/2009 um hættumat á skíðasvæðum og rekstraraðila ber að
gera áætlun um varanlegar úrbætur. Í Hólsdal er lögð gönguskíðabraut sem byrjar við
íþróttamiðstöðina á Hóli en tilheyrandi safnsvæði eru þar utan skilgreindra hættusvæða.
Snjóflóð geta náð inn á gönguskíðaleiðina en eru þó ekki talin mjög tíð. Mikilvægt er að
gerð sé áætlun um daglegt eftirlit fyrir bæði svæðin (sbr. reglugerð nr. 636/2009).

Matsvinna

  • Harpa Grímsdóttir (verkefnisstjóri), landfræðingur.
  • Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur.

Skýrslur og kort

Hér fyrir neðan eru drög að hættumatsskýrslu og eru kortin aftast í skýrslunni.

Drög að hættumatsskýrslu (pdf 12 Mb)
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica