Fréttir

Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári og í fyrra

30.1.2026

Alls voru 327 viðvaranir gefnar út árið 2025. Sá fjöldi er sambærilegur og síðustu tvö ár, en frá árinu 2018 hafa að meðaltali 367 viðvaranir verið gefnar út árlega. Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, alls nítján talsins. Þær tengdust allar sunnan illviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar 2025.

Vidvaranir-2025-1

Oftast var varað við vindi og hríð, í 268 tilvikum, en 59 viðvaranir voru gefnar út vegna asahláku, eldinga, rigningar og snjókomu. Flestar viðvaranir voru gefnar út á sunnan- og vestanverðu landinu, í kringum 35 viðvaranir á hverju spásvæði. Heldur færri viðvaranir voru gefnar út norðaustan- og austanlands. Rauðar viðvaranir voru gefnar út á öllum spásvæðum nema á Vestfjörðum.

Vidvaranir-2025-2

 Vidvaranir-2025-3

Nánar er hægt að lesa um viðvaranir árið 2025 í skýrslunni Appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Íslandi: September 2024–ágúst 2025





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica