Fréttir

Ísland - loftmynd
© NASA/Veðurstofa Íslands
Á hverjum degi fara gervitungl NASA yfir Ísland, Terra um hádegisbilið en Aqua nokkru síðar. Þessir hnettir taka aragrúa mynda á hverjum degi. Sú fallegasta eða merkasta er auðkennd á vef NASA sem mynd dagsins eða "MODIS image of the day" og snævi þöktu Íslandi hlotnaðist sá heiður 2. febrúar 2009 (skráð 4. febrúar). MODIS tækið á Terra mælir útgeislun á 36 tíðnibilum og nokkur þeirra eru notuð í samsetta mynd. Slík vinna fer fram á Veðurstofu Íslands og meðfylgjandi mynd er unnin hér. Hún er mjög áþekk þeirri sem var valin mynd dagsins hjá geimferðastofnuninni. Landslag sést mjög vel og einnig framburður helstu stórfljóta.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica