Hafís við Ísland – gervitunglamyndir 4. janúar 2026
Uppfært: Hafíssíðurnar eru komnar í lag.
Vegna tímabundinnar bilunar á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um hafís eru nýjustu gögn birt hér í fréttahlutanum. Myndin sýnir samsett ískort unnið úr gervitunglagögnum RADARSAT og SENTINEL-1.
Samkvæmt myndum voru í gærkvöldi tæpar 28 sjómílur í hafís NNV af Horni. Það geta þó verið jakar nær landi þótt þeir greinist ekki á myndunum. Aðstæður geta breyst hratt og ekki er unnt að greina allan hafís með gervitunglamyndum.
Ísinn er nú talsvert austar en hann var í fyrradag. NA átt er í dag og snýst í A átt á morgun og er því vonast til að ísinn haldi sig fjarri landi.
Myndin er samsett þannig að:
-
austurhlutinn er frá kl. 07:56 GMT,
-
vesturhlutinn er frá kl. 19:04 GMT,
og græn lína sýnir mörkin milli mynda.
Við munum uppfæra upplýsingar hér þar til kerfið kemst aftur í gagnið.




