Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 23. - 29. júlí 2007
Jarðskjálftayfirlit 23. - 29. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit 3. - 9. september 2007

11.9.2007

Alls mældust 193 atburðir þessa viku. Stærsti skjálftinn var að stærð 2,4 og voru upptök hans undir Mýrdalsjökli.

Mjög hefur dregið úr virkni við Upptyppinga, en þar mældust aðeins 7 skjálftar í vikunni.

Viðvarandi smáskjálftavirkni var við Kleifarvatn. Nokkrir smáskjálftar mældust skammt vestan Saurbæjar í Holtum á mánudag og á fimmtudagskvöld mældist einn skjálfti við Heklu, en það er frekar sjaldgæft.

Úti fyrir Norðurlandi var mesta virknin austan Grímseyjar, en einnig var nokkuð um skjálfta í Eyjafjarðaráli og Axarfirði.

Sjá nánar vikuyfirlit





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica