Fréttir
Jarðskjálftar á Norðurlandi í viku 38 2007

Jarðskjálftavirkni 17. - 23. september 2007

27.9.2007

Vikan var með rólegra mótinu, en aðeins 103 skjálftar voru mældir. Helst var virknin fyrir norðan land í tveimur hrinum þann 17. september. Var önnur þeirra um 16,8 km NV af Gjögurtá en hin um 11 km SV af Kópaskeri.
Í Mýrdalsjökli mældust níu skjálftar, þar af sex við Goðabungu. Einn skjálfti mældist svo rétt SV við jökulinn og einn skjálfti mældist í vestanverðum Eyjafjallajökli.
Í Vatnajökli mældust tveir skjálftar við Hamarinn, en virknin var þar öllu meiri í vikunni á undan. Við Bárðarbungu mældust fjórir skjálftar.
Enginn skjálfti mældist þessa vikuna við Upptyppinga, en þrír skjálftar mældust við Herðubreiðartögl og einn skjálfti rétt norðan við Herðubreið.
Á Suðurlandi og Reykjanesskaga mældust 40 skjálftar og einn til viðbótar úti á Reykjaneshrygg.

Sjá nánar á vikuyfirliti

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica