Fréttir
stöplarit: Reykjavík, Akureyri
Úrkomufrávik í Reykjavík og á Akureyri 2007 eftir mánuðum.

Tíðarfar 2007

4.1.2008

Árið var mjög hlýtt, það tíunda hlýjasta frá upphafi mælinga í Reykjavík, í Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Á Akureyri var árið það fimmtánda hlýjasta og á Teigarhorni það sextánda hlýjasta en á öllum þessum stöðvum ná mælingar aftur á 19. öld.

Úrkoma var óvenjumikil á mestöllu Suður- og Vesturlandi. Árið er það næstúrkomumesta frá upphafi mælinga, bæði í Stykkishólmi og í Reykjavík.

Ítarleg umfjöllun.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica