Fréttir
Hafís í fjörunni á Hesteyri
Hesteyri 29. mars 1998.

Páskaveðrið 2008

18.3.2008


Spáin er byggð á spálíkani ECMWF, dags. 18. mars 2008.

Þessi spá verður ekki endurskoðuð, heldur er þeim sem þurfa nýrri spá bent á að skoða spár fyrir næstu daga og landshlutaspá hér á vefnum undir textaspár.

Skírdagur (20.03.08):
Hvöss norðanátt sem gengur niður undir kvöld. Snjókoma og skafrenningur norðanlands sem dregur úr um kvöldið. Bjart að mestu um landið sunnanvert. Hiti yfir frostmarki yfir hádaginn sunnantil, annars frost. Færð gæti spillst norðantil á landinu.

Föstudagurinn langi (21.03.08):
Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum um landið vestanvert, en éljagangur norðaustan- og austanlands með strekkingsvindi framan af degi. Hiti breytist lítið.

Laugardagur (22.03.08):
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda um vestanvert landið en annars úrkomulítið. Frostlaust sunnan- og vestanlands, en annars vægt frost.

Páskadagur (23.03.08):
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil él norðantil en annars skýjað með köflum. Frostlaust sunnan- og vestanlands en annars vægt frost.

Annar í páskum (24.03.08):
Hæg austanátt og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica