Fréttir
Drengur horfir á sefgras í klakaböndum
Við Álatjörn í Einkunnum, útivistarsvæði Borgnesinga, í nóvember 2007.

Að afla þekkingar

9.4.2008

Milliríkjanefndin um loftslagsbreytingar, IPCC, heldur nú sinn 28. vinnufund í Búdapest í Ungverjalandi.

Þar verður ákveðið hvernig því fé skuli ráðstafað sem kom í hlut nefndarinnar þegar hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007 ásamt Al Gore.

Á vinnufundinum verður einnig kynnt samantekt á skoðunum 37 ríkja og 16 samtaka á framtíðarskipulagi milliríkjanefndarinnar.

Allir aðilar telja starfsemina þýðingarmikla og langflestir vilja sama stranga fyrirkomulagið varðandi skýrslur þær er hún birtir (sjá lokaskýrslu).Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica